Það voru þeir Stefán Vilhjálmsson og Örlygur Örlygsson sem unnu 14 para Sumarbridge þann 14.ágúst og vonandi gengur eins vel í næsta bikarleik. Rétt á eftir voru feðginin Elsa og Baldvin með sinn besta árangur til þessa en Baldvin er 93 ára.
Spilað var á þrettán borðum í Sumarbridge í kvöld. Skvísurnar Arngunnur Jónsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir sigruðu nokkuð örugglega og fengu 61,3% skor.
Dregið var í fjórðu umferð í Bikarkeppninni nú áðan. Sveitir sem eigast við eru þessar.
Spilað var á þrettán borðum í sumarbridge miðvikudaginn áttunda ágúst. Ísak Örn Sigurðsson og Sigurjón Harðarson sigruðu með 394 stig í plús eða 64%.
Það voru þeir Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson með 61,6% svo óstuð hjá þeim sem giskuðu á Pétur Gíslason og Valmar Valjaots sem voru reyndar skammt frá :-) Í öðru sæti urðu Marínó og Smári, ríkjandi Bill Hughes meistarar og í þriðja þeir Hermann Huijbens og Óttar.
Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir urðu hlutskarpastir í Sumarbridge í gærkvöldi þegar 32 pör spiluðu sér til gagns og gamans. Þeir fengu 549,5 stig eða 65,4% skor.
Sú óvenjulega staða kom upp að þau 3 pör sem hvað mest börmuðu sér yfir genginu og að allt hefði verið í rugli lentu á topp þremur! Hlutskarpastir urðu Pétur Guðjónsson og Anton Haraldsson en Frímann, Reynir og Gissur, Viggó fylgdu á eftir.
Jón Ingþórsson og Kristinn Ólafsson náðu mjög góðu skori í sumarbridge mánudaginn 30 júlí, eða 64,9%. Björgvin Már Kristinsson og Sverir G. Kristinsson fengu 64% en urðu að sætta sig við annað sætið með það ágæta skor.
Það voru þeir Pétur Gíslason og Valmar Valjaots sem unnu 14 para tvímenning í Sumarbridge B.A. þann 24.júlí á 4 höggum undir pari eða 61,4%.
Fyrirsögnin á heima í mengi ósannra fullyrðinga því annað kvöldið í röð vinnur Pétur Guðjónsson, nú með Stefáni Ragnarssyni en síðast með Antoni Haraldssyni :) Heildarstöðu öll kvöld sumarsins má sjá hér
Bridgefélag Hafnarfjarðar hefur ákveðið að styrkja félagsmenn til Madeira 2012 í Bridgemót Styrkurinn verður mest kr. 50.000 á félagsmann (gæti lækkað aðeins ef fjöldinn verður mikill) en upphæð ræðst eftir hvað félagar hafa spilað mikið hjá okkur síðustu 3 árin.
Jú, en einungis annar þeirra stóð fyrir samkeyrðum tvímenning kenndan við sjálfan sig í Sumarbridge BA. Bestur árangur á Akureyri var hjá Smára Víglundssyni og Marínó Steinarssyni með 60,2% skor í salnum.
Hanna Friðriksdóttir og Inga Lára Guðmundsdóttir náðu hæsta skori í Sumarbridge í Reykjavík. Eins og er, eru þær hæstar á heimsvísu en flest úrslit koma inn á morgun og verður fróðlegt að sjá hvað 66,7% fleytir þeim hátt.
Mánudaginn 25. júní verður spilaður Bill Hughes alheimstvímenningur. Síðasta ár voru á bilinu 100-200 klúbbar sem tóku þátt í þessum alheimstvímenningi.
Nýjustu úrslit í Sumarbridge má sjá hér en síðustu tvö kvöld hafa unnið Anton Haraldsson, Pétur Guðjónsson og Hjalti Bergmann, Stefán Sveinbjörnsson.
Fundurinn hefst kl. 17:30 og lýkur áður en spilamennska í Sumarbridge hefst. Hvetjum alla til að mæta.
Sveitakeppni UMFÍ 50+ var haldin í Mosfellsbæ 9. júní 2012. Sigurvegari var sveitin Gaman Saman og í sveitinni spiluðu Halldóra Magnúsdóttir, Soffía Daníelsdóttir, Guðlaugur Bessason og Stefán Garðarsson.
Síðustu tvö kvöld hafa unnið Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson ásamt Frímanni Stefánssyni og Reyni Helgasyni.
Aðalfundur BR verður haldinn mánudaginn 18. júní kl. 17:30 í Síðumúla 37 (húsnæði BSÍ). Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundastörf. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson urðu efstir í Reykjavík í Alheimstvímenningnum. Þeir skoruðu 62,7% á Íslandi og vonandi meir á heimsvísu.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar