María Haraldsdóttir og Bryndís Þorsteinsdóttir tóku snemma forystuna á Íslandsmóti kvenna í tvímenning og sigruðu af öryggi. Dóra Axelsdótti og Erla Sigurjónsdóttir urðu í 2.sæti og Hulda Hjálmarsdóttir og Sigríður Eyjólfsdóttir í 3.sæti.
Ársþing BSÍ var haldið 21.október s.l. Mættir voru fulltrúar bæði af Stór-Reykjavíkursvæði og af landsbyggðinni.
Guðmundur Baldursson, forseti til 2ja ára lét af embættinu og fær hann hinar bestu þakkir fyrir mjög vel unnið starf í þágu Bridgesambands Íslands.
Þrátt fyrir að Þórður hafi misstigið sig í næstsíðustu umferð, beit hann í skjaldarrendur og lauk mótinu með stæl. Til hamingju þórður Sigurðsson Sjá stöðu.
Ársþing BSÍ verður haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands sunnudaginn 21. október og hefst klukkan 10:00 að morgni. Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðisrétt á þinginu samkvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúa eru velkomnir að sitja þingið.
Nú er lokið fyrri helgi í deildakeppni Bridgesambands Íslands og í 1. deild leiðir Eykt, en sveit Karls Sigurhjartarsonar er í öðru sæti. Í 2. deild eru sveitir Málningar og Sparisjóðsins í Keflavík sem leiða hjörðina.
Nú er að síga á seinni hlutann á heimsmeistaramótinu í bridge. Íslendingar eiga fulltrúa í mótinu um Feneyjarbikarinn en Hjördís Eyþórsdóttir spilar fyrir USA 2. Sveitin tapaði í 8-liða úrslitum fyrir Frakklandi með aðeins 1 impa! Norðmenn og Bandaríkjamenn spila til úrslita í opnum flokki á heimsmeistaramótinu í brids, sem stendur nú yfir í Shanghai í Kína.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar