Ólafur Steinason hefur halað inn flest bronsstigin á haustönninni hjá Bridgefélagi Kópavogs eða 110 alls. Nafni hans Sigmarsson kemur svo næstur með 98 stig.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hefst nú á fimmtudaginn 17. nóvember kl. 19:00 Skráningarfrestur til kl. 18:00 þann sama dag. Átta sveitir eru þegar skráðar og væntanlega nokkrar á leiðinni heim frá Madeira.
Bridgefélags Kópavogs mun hefja sitt vetrarstarf fyrir starfsárið 2022-2023 fimmtudaginn 15. september kl. 19:00 Þá verður byrjað á eins kvölds tvímenningi.
Í kvöld hefst þriggja kvölda keppni á RealBridge á vegum Bridgefélags Kópavogs. Þetta verða þrjú stök kvöld og tvö bestu gilda. Opið öllum sem spila á RealBridge og verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar