Eftir tvö kvöld af þremur í málarabutler félagsins er Anton Hartmannsson lang efstur, að þessu sinni var hann með Ríkharði Sverrissyni. Í öðru sæti eru þeir Kristján Már og Karl Hermannsson.
Sveit Björns Halldórssonar hefur 6 stiga forystu eftir tvær fyrstu umferðirnar í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs.
Spilað á 5 borðum í kvöld 30. október. Valgerður og Unnur sigruðu en fast á hæla þeirra voru Bergþóra og Kristjana og þriðja sætið tóku Rán og Kristín.
Sl. þriðjudagskvöld komu Rangæingar að vanda saman að Heimalandi. Ekki til að spila framsóknarvist, nema ef vera skyldi spilastjórinn, sem virðist liðtækari í vist en því göfuga spili BRIDGE, ef marka má spilamennsku hans þetta kvöldið.
Bridgefélag Akureyrar er jafn gamalt lýðveldinu, stofnað 1944, og varð því 70 ára í sumar! Við munum halda upp á það með spilamennsku og mat laugardaginn 1.nóv.
FRESCO-impakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi með yfirburðasigri Haraldar Ingasonar og Þóris Sigursteinssonar. sigurður Jón Björgvinsson og Baldur Bjartmarsson náðu besta skori kvöldsins með 61 impa í plús sem dugði þeim þó aðeins í fjórða sætið.
Málarabutler Briddsfélags Selfoss hófst fimmtudaginn 23. október. Aðeins 8 pör mættu til leiks og er það mikið áhyggju efni hve fáir sjá sér fært að mæta á spilakvöld.
Kristín Marinósdóttir og Gyða Bjarkadóttir urðu hlutskarpastar í kvöld og Kristín Orradóttir og Sóley Jakobsdóttir stutt á eftir. Hér má sjá öll úrslit og spil Staðan í stigakeppninni er þannig að Kristín Orradóttir og Sóley Jakobsdóttir eru efstar með 54 stig og Ingveldur Bragadóttir og Inga Dóra Sigurðardóttir næstar með 40 stig.
Kristján Már ásamt makkerum stóð uppi sem siguvegari í Suðurgarðstvímenning Briddsfélagsselfoss. Næstir á eftir honum komu bræðurnir Anton og Pétur.
Ómar Jón Jónssson og Björn Halldórsson eru með tveggja impa forystu eftir tvö kvöld af þremur í FRESCO-impakeppninni hjá Bridgefélagi Kópavogs.
Spilum í kvöld kl.
Annað spila kvöld af þremur í suðurgarðstvímenningi félagsins var spila s.l. fimmtudagskvöld. Þar urðu hlutskarpastir þeir bræður Anton og Pétur í hælana á þeim nörtuðu svo þeir Ólafur og Vigfús.
Fyrsta kvöldið í FRESCO-impakeppninni hjá Bridgefélagi Kópavogs var spilað í kvöld. Sigmundur Stefánsson og Eyþór Hauksson náðu besta skorinu með 64 impa í plús.
Það urðu fagnaðarfundir að Heimalandi sl. þriðjudag þegar menn og kona komu saman á ný til að hefja vetrarstarf Bridgefélags Rangæinga. Vel lítur út með veturinn því 13 pör mættu til leiks þetta fyrsta kvöld og vitum við þó af 2-3 pörum sem við eigum von á því að verði með okkur í vetur en voru ekki mætt.
Við viljum koma því á framfæri að ekki verður spilað næsta mánudagskvöld vegna landsleiksins við Hollendiga í fótbolta. Síðasta kvöldið í Gamla-Vínhúss tvímenningnum frestast því um viku.
Fyrsta kvöldið af þremur í suðurgarðstvímenningnum fór fram síðastliðin fimmtudag með þátttöku 9 para. Efst eru Kristján Már og Ólöf og skammt á hæla þeirra eru þeir Höskuldur og Eyþór.
Björn Jónsson og Þórður Jónsson sigruðu í þriggja kvölda Haust-Monrad sem lauk hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Minni á fyrsta spilakvöld briddsfélags Selfoss fimmtudaginn 2. október. Byrjað er á þriggjakvölda tvímenningi þar sem tvö bestu kvöldin telja til úrslita.
Ekki er vitað hvort dansað var í Hruna þriðjudagskvöldið 30/9 sl. Hins vegar hittust Hrunamenn í félagsheimilinu á Flúðum þetta kvöld og dönsuðu inn í tækniöldina þegar vetrarstarf félagsins hófst með eins kvölds upphitunar- og tækniinnleiðingartvímenning.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar