Haraldur og Þórir unnu FRESCO-impakeppnina

föstudagur, 24. október 2014

FRESCO-impakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi með yfirburðasigri Haraldar Ingasonar og Þóris Sigursteinssonar. sigurður Jón Björgvinsson og Baldur Bjartmarsson náðu besta skori kvöldsins með 61 impa í plús sem dugði þeim þó aðeins í fjórða sætið. Öll úrslit má sjá á heimasíðunni.

Næsta fimmtudag hefst svo Aðalsveitakeppni BK og er skráningarfrestur til kl. 16:00 á spiladag. Nokkur pör eru enn að leita að "væng" og geta áhugasamir haft samband við Jörund í s. 699-1176

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar