Hið árlega Davíðsmót fór fram í Tjarnarlundi í Saurbæ í dag. Sautján pör mættu til leiks og spiluðu sjö umferðir eftir monrad, samtals 28 spil.
Síðasta vetrardag öxluðu Rangæingar skinn sín og skunduðu á Flúðir, hvar verkefnið var að ljúka vetrarstarfinu. Þar snæddum við dýrindis kvöldverð á Icelandair hótelinu.
Þriggja kvölda Moradtvímenningi Bridgefélags Kópavogs lauk nú í kvöld með afar naumum sigri þeirra Kristjáns Snorrasonar og Ásmundar Örnólfssonar.
Eins og undanfarin ár verður haldið dagsmót í tvímenningi á Dalvík 1.maí sem hefst kl. 10:00. Skráning m.a. hjá Stefáni í síma 8984475 Í B.A.
Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermansson sigruðu í lokamóti briddsfélags Selfoss. Ekki verður spilað meira þennan veturinn á vegum félagsins enda eru menn farnir að snúa sér að vorverkunum.
Næsta mánudag verður lokakvöld BH, spilaður verður tvímenningur. Aðalfundurinn verður síðan haldinn í Gamla Vínhúsinu (A-Hansen) föstudaginn 26.04.2013 kl 18:00 Vinsamlegsta tilkynnið þátttöku til Sigurjóns 8420970 eða í mail sigurjon@munus.
52 konur spiluðu butler einmmenning í afmælismóti Dennu 20. apríl 2013. Valgerður Kristjónsdóttir sigraði með 74 impa. Í 2. sæti varð Stefanía Sigurbjörnsdóttir með 72 impa og í 3ja sæti varð Hrafnhildur Skúladóttir mmeð 69 impa.
25. til 28 apríl 2013 verða úrslit Íslandsmóts í sveitakeppni haldin í Perlunni. Spilamennska hefst kl 10:00 alla daga. Ennþá hafa margar sveitir ekki skilað inn kerfiskortum.
Annað kvöldið af þremur í Apríl-Monrad Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvarsson náðu besta skori kvöldsins með 60,2% skor.
Þann 16. apríl sl. var leikin 5. og síðasta umferð í Aðaltvímenning félagsins (Samverkstvímenningnum). 13 pör mættu til leiks.
Þá er lokið fyrsta kvöldi af þremur en Ragnheiður Haraldsdóttir og Una Sveinsdóttir hafa tekið góða forystu. Einnig var dregið í sveitir og þeirra sveit er efst.
Hrund Einarsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Ásgeir Ásbjörnsson og Hrólfur Hjaltson unnu 2ja kvölda Hraðsveitakeppni BH. Þau fengu 89 impa í plús.
Hjá Bridgefélagi Akureyrar er næsta mót þriggja kvölda impatvímenningur sem hefst 16.apríl. Einnig er vert að minna á dagsmót í tvímenning á Dalvík miðvikudaginn 1.maí.
Svo virðist sem að vor sé hlaupið í briddspilara á Selfossi, þó að það sjáist ekki á hitamælum á Selfossi. Þátttakan í Lokatvímenningnum er í lakara lagi.
Í kvöld hófst þriggja kvölda Monrad-tvímenningur hjá Bridgefélagi Kópavogs. Heimir Þór Tryggvason og Árni Már Björnsson tóku forystuna með því að fá 60,1% skor á fyrsta kvöldinu af þremur.
Þann 9. apríl sl. var 4. umferð í Aðaltvímenning félagsins (Samverkstvímenningnum) leikin. 12 pör mættu til leiks. Þetta var dömukvöld, því stelpurnar okkar, Sigga og Silla, deildu efsta sætinu með sínum makkerum.
Þá er lokið tveggja kvölda einmenningskeppni B.A. en það var Valmar Valjaots sem náði bestum samanlögðum árangri og telst því Einmenningsmeistari B.
Vetrarstarfi Bridgesambands Austurlands lauk laugardaginn 6. apríl með Austurlandsmóti í sveitakeppni og aðalfundi sambandsins. Austurlandsmótið fór fram á Egilsstöðum með þátttöku 10 sveita alls staðar úr landsfjórðungnum og víðar að.
Aðalsveitakeppni BR 2013 er lokið. Öruggur sigurvegari var sveit Lögfræðistofu Íslands. í sveitinni spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Steinar Jónsson, Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar