Bridgesamband Austurlands

þriðjudagur, 9. apríl 2013

Vetrarstarfi Bridgesambands Austurlands lauk laugardaginn 6. apríl með Austurlandsmóti í sveitakeppni og aðalfundi sambandsins.

Austurlandsmótið fór fram á Egilsstöðum með þátttöku 10 sveita alls staðar úr landsfjórðungnum og víðar að. Langt er síðan þátttaka hefur verið svo góð á mótinu og standa vonir til að þetta mót marki nokkra uppsveiflu í briddslífi hér eystra. Annað sem vísar einnig í þá átt, er að nú hefur einmenningsmót Austurlands fest sig í sessi með Skjöldólfsstaði á Jökuldal sem spilastað og einnig var í vetur fyrsta fyrirtækjamót Austurlands haldið á Stöðvarfirði, sem einnig þótti heppnast mjög vel.

En úrslitin á mótinu urðu eftirfarandi.

Austurlandsmeistarar eru sveit Gistiheimilisins Borgar, en liðsmenn þeirrar sveitar eru Skúli og Bjarni Sveinssynir, Magnús Valgeirsson, Kári B Ásgrímsson og Jón Þór Kristmannsson.

Í öðru sæti urðu Haustaksmenn. Þar léku Pálmi og Stefán Kristmannssynir, Þorsteinn Bergsson, Þorvaldur Hjarðar og Magnús Ásgrímsson.

Í Þriðja sæti lenti svo sveit Vigfúsar Vigfúsarsonar. Með Vigfúsi spiluðu Jóhanna Gísladóttir, Auðbergur Jónsson og Hafsteinn Larsen.

Á aðalfundi BSA sem haldinn var 6. apríl var sú breyting á stjórn að Björn Hafþór Guðmundsson tók við forsetahlutverkinu af Jóni Halldóri Guðmundssyni. Aðrir með þeim í stjórn eru Bjarni Ingvarson, Magnús Valgeirsson og Þorsteinn Bergsson.

Með bridgekveðju að austan.

Jón Halldór Guðmundsson

fráfarandi forseti.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar