En forystan er naum. Hún getur horfið í einu spili. Staðan er... 1. Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldsson = 59 2. Friðjón Þórhallsson - Hrólfur Hjaltason = 50 3. Kjartan Ásmundsson - Stefán Jóhannsson = 46 .
Sveit Gunnlaugs Sævarssonar vann 2ja kvölda Hraðsveitakeppni BH með +148 impa. Þeir sýndu mikinn stöðugleika og skoruðu +74 bæði kvöldin. Með Gunnlaugi spiluðu Kristján Már Gunnarsson, Sigtryggur Sigurðsson og Friðjón Þórhallsson.
Kvöld tvö af þremur í hausttvímenning á Suðurnesjum var æsispennandi allt fram í lokaumferð. Kvöldið endaði með að tvö pör voru jöfn en Garðar Garðarsson og Gunnar Guðbjörnsson enduðu fyrir ofan þá Sigurjón og Odd, en bæði pör fengu 65,7% skor.
Fyrsta kvöldið af þremur í butlertvímenning hófst fimmtudaginn 24. okt með þátttöku 14 para. Spilað var á nýjum stað og virtist nýja staðsetningin fara vel í þá Ólaf Steinason og Þröst Árnason því þeir eru með nokkuð þægilega forystu í mótinu.
Kristján Snorrason og Ásmundur Örnólfsson náðu besta skori kvöldsins á lokakvöldi SuperSub-impmótsins sem var spilað nú í kvöld. Eiður Mar Júlíusson og Eðvarð Hallgrímsson, sem leysti Júlís Snorrason af, urðu í þriðja sæt sem dugði þeim til öruggs sigurs í heildarkeppninni.
Þá er hafið næsta mót hjá B.A. með þáttöku 7 sveita.
Sveit Gunnlaugs Sævarssonar skoraði +74 impa fyrsta kvöldið af 2 í Hraðsveitakeppni BH. Þeir komu sér vel fyrir á toppnum.
Eftir eitt kvöld af þremur eru Sigurjón og Oddur efstir með 66,5% skor. Spiluð verða 3 kvöld og 2 telja svo það er nóg eftir. Briddsið er farið á fullt á Suðurnesjum og hvetjum við alla til að mæta og mynda góða stemmningu a fimmtudögun.
Suðurgarðstvímenningi Briddsfélags Selfoss lauk á fimmtudag með sigri þeirra Björns Snorrasonar, voru þeir með 61,2% skor þegar búið var að henda lakasta skorinu út.
Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson urðu efstir á öðru köldinu í SuperSub-impamótinu hjá Bridgefélagi Kópavogs nú í kvöld. Þeir feðgar náðu risaskori, 96 impa í plús og 42 impum meira en næsta par.
Ásgeir Ingvi Jónsson og Sigurður G. Sigurðsson unnu 26 para tvímenning með 64%. Rétt á hæla þeim í 2. sæti voru Hulda Hjálmarsdóttir og Unnar Atli Guðmundsson með 62,9%.
Þá fer dagskráin á Suðurnesjum á fullt. Byrjum þetta á þriggja kvölda tvímenning þar sem tvö kvöld telja. Hvetjum hvort annað til að mæta og að sjálfsögðu er heitt á könnunni.
Hrund Einarsdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir unnu Gamla vínhús butler tvímenning félagsins. Þær skuturst upp fyrir Guðbrand og Friðþjóf síðasta kvöldið í heidarstöðunni en þar giltu 2 bestu kvöldin af 3. Þær fengu 89 impa, sem var 4 impum meira en Guðbrandur og Friðþjófur sem enduðu í 3ja sæti.
Úrslit og spil kvöldsins má sjá hér Lokastöðuna í Butlernum má svo sjá hér
Ragnar Magnússon og Valgarð Blöndal eru Jólasveinar BR 2013. Valgarð er að endurtaka sama leik og í fyrra þegar hann sigrði einnig.
Þegar 2 kvöldum af 3 er lokið í Suðurgarðsmótinu eru Björn Snorrason og Guðmundur Þór Gunnarsson efstir með 60,7% skor. Í öðru sæti eru Anton og Pétur Hartmannssynir með 58,6& skor og í þriðja sæti eru Kristján Már Gunnarsson og Vilhjálmur Þór Pálsson með 56% skor.
Friðjón Þórhallsson og Sigtryggur Sigurðsson náðu góðri forystu á fyrsta kvöldinu af þremur á SuperSub-impamótinu sem hófst í kvöld.
Ákveðið hefur verið að fresta föstudagsbridge sem átti að vera á morgun föstudaginn 11.okt. m.a. vegna fótbolta o.fl.
Reynir og Frímann juku á forskotið en enn er eitt kvöld eftir og miklar sveiflur geta orðið í impatvímenningi.
Sl. þriðjudag mættu 15 pör til leiks á öðru spilakvöldi vetrarins. Sólbrúnir, en líklega seint sagt sætir, mættu Jói vert og Siggi Skógabóndi vel stemmdir til leiks, eftir að hafa sleppt byrjunarhæðinni (fyrsta kvöldinu).
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar