og eru með um 500 stiga forskot á næsta par. En auðvelt er að tapa þessari forystu í einni setu.
Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi 2010 eru Ísak Örn Sigurðsson og Helgi Sigurðsson Lokastaðan Ísak Örn Sigurðsson - Helgi Sigurðsson = 248 stig Gísli Þórarinsson - Þórður Sigurðsson = 241 stig Hróflur Hjaltason - Oddur Hjaltason = 240 stig Sjá öll úrslit hér
Þegar þremur kvöldum af fjörum er lokið í Sigfúsartvímenningi briddsfélags Selfoss eru þeir Þröstur og Rikharður/Guðjón efstir. En á eftir þeiim kemur nokkuð þéttur pakki.
Reykjavíkurmótið í tvímenning stendur nú yfir.
Nú fer að líða að lokum Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Þegar þrjár umferðir eru eftir hafa sveitir Eðvarðs, Vina og Baldurs skorið sig nokkuð frá hinum en fjórtán stigum munar á þriðja og fjórða sætinu.
Miðvikudaginn 24.nóv byrjaði tveggja kvölda hraðsveitakeppni á Suðurnesjum. Spilað var á 7 borðum og var fyrirkomulagið þannig að N-S sat fast og E-W færði sig.
Síðastliðinn þriðjudag urðu nokkur stórtíðindi. Af 15 pörum náðu einungis 4 pör plússkori sem þýðir að lægsta mínusskorið (og þar með 5. sætið) dugar í 7 bronsstig!! Eftir leit í sögubókum hefur jafnoki þessa ekki fundist.
Sveinn Stefánsson og Bergur Reynisson eru með ágætis forystu að loknu fyrista kvöldi af þremur í Cavendish tvímenningi BR 2010.
Annað kvöldið af fjörum í Sigfúsartvímenning briddsfélags Selfoss fór fram síðastliðið fimmtudagskvöld. Breyttist staðan á toppnum aðeins. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudagskvöld.
Eftir 6 umferðir af 11 í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er sveit Eðvarðs Hallgrímssonar enn efst en öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Fjögurra kvölda haust tvímenningi lauk 17.nóv á Suðurnesjum. Sigurvegarar síðasta kvöldsins voru þeir Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen. Lokastaðan í mótinu er á heimasíðu okkar enn þess má geta að sigurvegarar mótsins eru með meðalskor uppá 63,59% sem er mjög vel af sér vikið.
Nú er 5 kvölda Bryti (e. Buttler) hafin hjá félaginu. Þegar hafa tvö kvöld liðið hjá og því töluverð spenna hlaupinn í mannskapinn. Úrslit fyrsta-kvöldsins urðu þau að Siggi og Torfi mörðu sigur með 67 stig en annað sætið náði 63. Síðasta þriðjudag var svo leikinn annar í Bryta og það er skemmtilegast frá því að segja að 2. bekkur nýliða náði þeim frábæra árangri að enda í 2. sæti eftir kvöldið.
Miðvikudagsklúbburinn hefur spilað 9 sinnum það sem af er vetri og hafa 141 spilarar tekið þátt í spilamennku. Hægt er að fylgjast með þessu á heimasíðu félagsins auk þess sem hægt er að skoða "lifandi úrslit" á hverju kvöldi fyrir sig.
Nú er hafið Akureyrarmótið í tvímenningi en það er fjögurra kvölda mót með mjög góðri þáttöku eða 18 pörum. Mótið fer skemmtilega af stað og hnífjafnt er á toppnum.
Þeir Brynjólfur Gestson og Helgi Hermansson eru efstir eftir 1. kvöldið af fjórum í Sigfúsartvímenning Briddsfélags Selfoss. Næstir á eftir þeim koma þeir Karls Björnsson og Össur Friðgeirsson.
Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar er enn með forystu í aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs en sveitir Þórðar Jóns og Baldurs Bjartmars fylgja Þó fast á eftir.
Þriðja kvöld af fjórum í hausttvímenningi á suðunesjum fór fram 10. nóv og stóðu Sigurður Davíðsson og Ingimar Sumarliðason uppi sem sigurvegarar kvöldsins með 60,5% en ekki langt undan komu þeir Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen með 59,3%.
Eftir harða baráttu við sveit Gylfa Pálssonar komust Old Boys á toppinn í Hraðsveitakeppni Byrs hjá B.A. Í sigur sveitinni spiluðu Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson, Hörður Blöndal og Grettir Fríamnnsson.
Butlerinn úr fyrstu tveimur umferðunum er kominn á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Þeir kumpánar Kristján Már og Helgi Grétar eru óstöðvandi þessa dagana á Suðurlandi. Þeir sigruðu tvímenning þar sem leiddu saman hesta sína félagar í Briddsfélagi Selfoss og Briddsfélagi Rangæinga.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar