Bridgefélag Rangæinga (25)

fimmtudagur, 25. nóvember 2010

Síðastliðinn þriðjudag urðu nokkur stórtíðindi.   Af 15 pörum náðu einungis 4 pör plússkori sem þýðir að lægsta mínusskorið (og þar með 5. sætið) dugar í 7 bronsstig!!  Eftir leit í sögubókum hefur jafnoki þessa ekki fundist.   Enda skoruðu sigurvegararnir vel og er þeim hér með óskað innilega til hamingju!!!  

Svavar og Ólafur unnu með miklum yfirburðum og uppskáru 80 stig eða 2.85 impa á spil.  Sem fyrr eru það Torfi/Ægir/Ævar sem leiða þegar slakasta kvöldið er tekið út en breiting varð á þegar öll kvöld eru reiknuð saman en þá eru það gömlu refirnir og meistarar fyrri áratuga Torfi og Siggi sem tróna á toppnum.

En sjón er sögu ríkari nánari úrslit má sjá hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar