Þeir félaga Kristján Már og Helgi Grétar sýndu styrk sinn og sigruðu þriggja kvölda butler tvímenning hjá briddsfélagi Selfoss. Á eftir þeim komu þeir Ólafur og Gunnar Björn.
Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar tók forystu eftir tvo góða sigra í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs í gærkvöldi. Stöðuna og úrslit í fyrstu tveimur umferðunum má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Jóhannes Sigurðsson og Pétur Júlíusson höfðu mikla yfirburði allt kvöldið og unnu nokkuð sannfærandi með 63,8% skor. Í öðru sæti komu þeir Jóhann Benediktsson og Sigurður Albertsson með 58,6% skor.
Fyrsta alvöru mót vetrar átti sér stað síðasta þriðjudagskvöld. Barómeter með verðlaunum sem hægt er að drekka, fyrir þá sem aldur hafa til.
Á morgun, fimmtudaginn fjórða nóvember hefst aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Spilað er í félagsheimili eldri borgara, Gjábakka, Fannborg 8, á bak við Landsbankann sem stendur á brúnni yfir Hafnarfjarðarveginn.
Hraðsveitakeppni BR 2010. Sveit H.F. Verðbréf er efst með 626 stig.
Þeir Jörundur Þórðarson og Friðjón Þórhallsson skiluðu 63,4% skori í hús og unnu eins kvölds tvímenning nokkuð örugglega. Næstir á eftir þeim komu þeir Rúnar Einarsson og Skúli Skúlason með 59,2% skor.
Greifameistarar urðu Una Sveinsdóttir, Jón Sverrisson og Sveinn Pálsson eftir að hafa haldið forystunni frá upphafi.
Systkinin Sigurjóna Björgvinsdóttir og Freysteinn Björgvinsson sigruðu nokkuð örugglega í monradtvímenningi hjá bridgedeild Breiðfirðingafélagsins í gærkvöldi.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar