Þá er fyrsta kvöldinu af fjórum lokið hjá Bridgefélagi Akureyrar en spilað er á 8 borðum. Fjögur pör fóru best af stað og náðu öll yfir 60% skor en þeir feðgar Gissur og Gissur leiða mótið.
Fyrir síðasta kvöldið voru þrjár sveitir nánast jafnar á toppnum en síðasta kvöldið sýndi sveit Gylfa klærnar og vann með nokkrum mun. Munið að láta vita af skráningu í næsta mót sem er fjögurra kvölda og er sjálft Akureyrarmótið í tvímenningi.
in
Nú þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið í Hraðsveitakeppni Byrs hjá Bridgefélagi Akureyrar, má vart greina á milli efstu sveita. Það er ljóst að spennan verður mikil síðasta kvöldið.
Hér má sjá úrslit úr afmælismóti Bridgefélags Siglufjarðar.
Sigurður Reyinir og Páll Skaftason eru efstir eftir 1. kvöld af þremur í butlertvímenningi Briddsfélags Selfoss og nágrennis. 1.Páll Skaftason - Sigurður Reynir Óttarsson 47 2.Björn Snorrason - Guðjón Einarsson 40 3.Ólafur Steinason - Gunnar Björn Helgason 21 4.Kristján Már Gunnarsson - Helgi Grétar Helgason 19 5.Brynjólfur Gestsson - Helgi Hermannsson 16 6.Guðmundur Sæmundsson - Höskuldur Gunnarsson 8 7.Garðar Garðarsson - Vilhjálmur Þór Pálsson -14 8.Magnús Guðmundsson - Gísli Hauksson -15 9.Karl Þ.
Sveit Júlíusar Sigurjónssonar sigraði með góðum endaspretti með 162 stig. Í sveitinni spiluðu Júlíus, Ómar Olgeirsson, Páll Valdimarsson, og Friðjón Þórhallsson.
Kristján Már og Helgi Grétar sigruðu Suðurgarðsmótið að þessu sinni, þeir tryggður sér sigurinn með risa skori síðasta kvöldið. Lokastöðuna má sjá hér.
Bridgefélag Siglufjarðar heldur veglegt afmælismót á Siglufirði dagana 1. og 2. nóvember n.k. Hér má sjá dagskrá mótsins.
Ingólfur Hlynsson og Hermann Friðriksson unnu sér inn glæsilegar ostakörfur. Þeir unnu 20 para tvímenning og munaði aðeins 4 stigum á 4. sæti og því efsta.
Hjá Bridgefélagi Akureyrar er nýlokið þriggja kvölda Greifamóti sem var impatvímenningur. Ýmsir pör voru með forrystuna en í blálokin skutust Reynir og Frímann í fyrsta sinn í efsta sætið og héldu því.
Guðrún Jörgensen og Sigrún Pétursdóttir unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með 65,3% skor! Næst voru Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson með 59,7%.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar