Lokastaða í Greifamóti

miðvikudagur, 22. október 2008

Hjá Bridgefélagi Akureyrar er nýlokið þriggja kvölda Greifamóti sem var impatvímenningur. Ýmsir pör voru með forrystuna en í blálokin skutust Reynir og Frímann í fyrsta sinn í efsta sætið og héldu því. Annars einkenndist mótið af misjöfnu gengi milli kvölda hjá pörunum nema helst hjá Sveinbirni, Þórhalli, Örlygi og Birni sem með jöfnum og góðum árangri náðu verðlaunasætum. Öll spil og stöðu má sjá á bridge.is í þessum tengli.

3. kvöld:

1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 55,1

2. Ævar Ármannsson - Árni Bjarnason 45

3. Örlygur Örlygsson - Björn Þorláksson 29,3

Heildarstaðan:

1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 101

2. Sveinbjörn Sigurðsson - Þórhallur Hermannsson 87,8

3. Örlygur Örlygsson - Björn Þorláksson 70,9

4. Stefán Sveinbjörnsson - Ragnheiður Haraldsdóttir 57,3

5. Una Sveinsdóttir - Jón Sverrisson 52,3

Næsta mót er þriggja kvölda hraðsveitakeppni svo látið vita um þáttöku svo hægt sé að mynda sveitir.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar