Hraðsveitakeppni Byrs æsispennandi

fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Nú þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið í Hraðsveitakeppni Byrs hjá Bridgefélagi Akureyrar, má vart greina á milli efstu sveita. Það er ljóst að spennan verður mikil síðasta kvöldið. Þátt taka 7 sveitir og meðalskor eftir 2 kvöld er 432 stig en þessar sveitir leiða hópinn:

1. Sveit Gylfa Pálssonar 469

2. Sveit Ragnheiðar Haraldsdóttur 468

3. Sveit Unu Sveinsdóttur 466

4. Sveit Frímanns Stefánssonar 444

Heildarstöðu má sjá hér á úrslitasíðu B.A.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar