miðvikudagur, 19. október 2011
Kveðja frá HM
"Langur og hlykkjóttur vegur" Heimsmeistarmótið í bridge
hafið og þremur keppnisdögum lokið, þriðjudagurinn var dagur
Íslands, í morgun var sýnt frá leik Íslands og Kína í stórum
sýningarsal og 3 menn til útskýringar á leiknum, Íslendingum var
þar hrósað mjög fyrir góða spilamennsku og við enduðum á að vinna
Kína 17-13, en Kína er mjög vaxandi þjóð í bridge og ætlar sér
stóra hluti þar á næstu árum, næsta var komið að Chile og þar
vannst glæsilegur sigur 23-7, og deginum lauk með enn einum
sigrinum nú á Japan 23-7, en þeir hafa sterku liði á að skipa.