Kveðja frá Veldhoven

fimmtudagur, 20. október 2011

  "Ekki líta til baka"
Það var góður dagur á heimsmeistaramótinu í gær, 57 stig komu í hús, stórir sigrar á Singapore og Kanada, en naumt tap fyrir Indlandi. Og það leit ekki vel út á móti Indlandi þegar helmingur spila hafði verið spiluð, staða þá 20-10 fyrir Indlandi, en það urðu miklar sveiflur í síðustu spilunum, sem betur fer Íslandi í vil. Þetta sýnir að engir leikir eru fyrirfram unnir. Nú fer spennan að magnast og þau lönd sem ætla sér í úrslit munu spíta í lófana. Það er mikill hugur í hópnum.
kveðja frá Veldhoven Jafet

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar