Sumarbridge mun verða þrisvar í viku í sumar, mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld og hefst alltaf klukkan 19:00. Spilaform verður ávallt monrad barómeter með forgefnum spilum og áformað að nota oftast Bridgemate tölvurnar við útreikning.
Reykvíkingar unnu glæstan sigur í Kjördæmamótinu sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi, höfðu 25 stiga forystu á N-Eystra þegar up var staðið. Í ár voru Færyeingar með í fyrsta sinn, en þeir hafa sýnt áhuga á að vera þátttakendur í þessari skemmtilegu keppni á næstu árum.
Bikarmeistarar síðasta árs taka nú um helgina þátt í móti í Rottneros. Etja þar kappi bikarmeistarar allra Norðurlanda. Fyrir Íslands hönd spila Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson.
Skráning er hafin í bikarkeppni Bridgesambands Íslands og er hægt að skrá sig hér. Dregið verður í fyrstu umferðina á kjördæmamótinu á Akureyri helgina 20.-21. maí.
Að loknum 29 í paratvímenningnum enduðu Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal í efsta sæti með 58,7% skor en staða efstu para varð annars þannig.
Hið vinsæla Íslandsmót í paratvímenningi verður haldið helgina 13.-14. maí í húsnæði Bridgesambands Íslands að Síðumúla 37. Keppnisstjóri verður Sigurbjörn Haraldsson.
Stofnaður hefur verið reikningur til söfnunar fyrir Arnar Geir Hinriksson, bridgespilara frá Ísafirði, sem varð fyrir því óláni að hryggbrotna á skíðum um páskahelgina og lamast af þeim sökum.
Íslandsmótið í tvímenningi fór fram um helgina og lauk í dag.48 pör spiluðu á laugardag og sunnudag og 24 efstu spiluðu svo til úrslita á sunnudag og mánudag.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar