Íslandsmót í paratvímenningi

föstudagur, 5. maí 2006

Hið vinsæla Íslandsmót í paratvímenningi verður haldið helgina 13.-14. maí í húsnæði Bridgesambands Íslands að Síðumúla 37. Keppnisstjóri verður Sigurbjörn Haraldsson. Spilaður verður tvímenningur með barómeterformi, þrjú spil á milli para. Keppnisgjald er 7.000 krónur á parið. Skráning í keppnina er hafin og hægt að skrá sig á vefsíðu BSÍ, bridge.is eða með því að hringja í 587 9360 eða GSM 898 7162.
Spilamennska hefst klukkan 11:00 á laugardag, gert verður matarhlé um 13:45-14:30 og spilamennsku lýkur um klukkan 18:44 þann dag. Spilamennska hefst aftur klukkan 11:00 sunnudaginn 14. maí, gert verður matarhlé um klukkan 13:20-14:10 og mótinu lýkur um klukkan 17:20. Nú þegar eru 30 pör búin að skrá sig og enn er hægt að bæta við pörum, en þá gæti tímaáætlunin raskast.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar