Söfnun fyrir Arnar Geir Hinriksson

þriðjudagur, 2. maí 2006

Stofnaður hefur verið reikningur til söfnunar fyrir Arnar Geir Hinriksson, bridgespilara frá Ísafirði, sem varð fyrir því óláni að hryggbrotna á skíðum um páskahelgina og lamast af þeim sökum.
Arnar Geir Hinriksson lenti í hræðilegu slysi á skíðasvæðinu í Tungudal þann 13. apríl s.l, og er fyrirséð að hann mun hljóta varanlega örorku vegna þess.  Hryggjarliðir brotnuðu með þeim afleiðingum að Arnar er lamaður frá brjósti og niður í tær, en hefur mátt í handleggjum.  Löng og erfið endurhæfing er fyrirséð og þegar hafin hjá honum.
Af þessum sökum er ljóst að öll framtíð Arnars Geirs er í uppnámi og verður mjög breytt og erfiðari fyrir hann en áður var.   Ljóst er t.d. að hann mun þarfnast fullrar umönnunar og núverandi húsnæði hans (íbúð á 2. hæð án lyftuhúss), mun á engan hátt henta honum. 
Nokkrir félagar hans hafa  af þessum sökum tekið saman höndum og ætl   að reyna að koma málum hans í það horf að hann eigi þess kost að geta snúið aftur út í lífsbaráttuna og tekið þátt í samfélaginu á breyttum forsendum. En til þess þarf m.a. að útvega honum rétt hjálpartæki, þjónustu og húsnæði. Er ljóst að við munum njóta hjálpar margra annarra aðila við þá vinnu.

 

Til þessa málefnis hefur verið stofanaður bankareikingur  1128 05  401041

kt.   610269-2499

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar