Jólamót Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í gærkvöldi á netsíðunni RealBridge. 38 pör spiluðu og herma heimildir að hvert og eitt þeirra hafi haft bæði gagn og gaman af.
Spilakvöld BR á þriðjudagskvöldum hafa gengið ágætlega og aðeins eitt spilakvöld fallið niður. 21 spilari hefur mætt 9 sinnum eða oftar fram að jólum og fara í pottinn fyrir Færeyjamótið þar sem einhver fingralangur mun draga út þá heppnu.
Jólamót BR, vegleg verðlaun eins og alltaf, áætlað að um 80% af þátttökugjaldi fari í verðlaun. 56 pör komast fyrir, vissara að skrá sig tímanlega!
Væntanlega þarf hraðpróf, tilkynnum nánar þegar reglur á þessum tíma verða ljósar!
Skráning hér
Eftir tvö kvöld afþremur er sveit Grant Thornton efst en Bridgefélag Breiðholts og Betri Frakkar koma þar á eftir. Keppninni lýkur næsta þriðjudag. Þriðjudaginn 14 desemberverður svohinn margrómaði JÓLATVÍMENNINGUR BR þar sem allir mæta í jólaskapinu góða.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar