Nú er lokið þremur umferðum af fimm í sveitakeppninni.
HSK mót í sveitakeppni verður spilað laugardaginn 29.febrúar, spilamennska hefst kl. 10:00 og verður lokið fyrir kvöldmat.
Úrslitin í Suðurlandsmótinu réðust ekki fyrr en í síðusta spili mótsins. Í lokaumferðinni mættust sveitirnar í 1. og 3. sæti, TM-Selfossi og Hótel Anna.
Billi og Helgi voru óstöðvandi síðasta kvöldið í janúarbutler. Ekki verður spilað næstkomandi fimmtudag vegna briddshátíðar. Næsta mót félagsins er sveitakeppni þar sem formaðurinn raðar pöurum í sveitir.
Þriðja og síðasta kvöldið í Janúar-Monrad Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Björn Jónsson og Þórður Jónsson náðu besta skori kvöldsins með 63,4% en Sigurjón Harðarson og Bergur Reynisson urðu efstir samanlagt með 169,7 stig, sem er samanlögð prósentuskor úr kvöldunum þremur.
Sl. þriðjudag var haldið á Heimaland til að leika umferð 2 í sveitakeppninni, hvar eigast við 6 sveitir. Það skiptust á skin og skúrir í leikjum kvöldsins, einhver myndi kannski tala um alvöru skýfall, fremur en skúrir.
Hér er hægt að sjá silfursigin fyrir Jólamót BH og BR og Rvk-mótið Jólamót BH Jólamót BR RVK-MÓT
Annað kvöldið af þremur í Patton-sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Sveit Grant Thornton jók forystuna með tveimur góðum sigrum og hefur nú 16 stiga forystu á Doktorinn.
Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður spilað helgina 25. - 26.janúar, mæting kl 9:50 á laugardeginum, spilamennska hefst kl 10;00 spilað til 17:30 -18:oo fer eftir fjölda sveita, Sunnudagur spilað frá 10:00-16:00.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni var spilað nú um helgina. Sextán sveitir spiluðu, þar af ein gestasveit. Kvóti Reykjavíkur er 15 sveitir svo allar sem kepptu um réttinn komust áfram í Undanúrslit Íslandsmótsins.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni fer fram í Síðumúla 37 helgina 17.-19. janúar. ÞÁTTTÖKUGJALD ER 28 ÞÚS. Á SVEIT Reikningsnúmer til að leggja inná: 342-26-001790 kt.
Formaðurinn jafnaði stjórana tvo Þórð og Gísla, Úrslitin ráðast næsta fimmtudag.
Annað kvöldið af þremur í Janúarmonrad Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Besta skori kvöldsins náðu Jón Steinar Ingólfsson og Helgi Viborg með 62,5% en efstir samanlagt eru Bergur Reynisson og Sigurjón Harðarson með 115,8 samanlagða prósentu.
Sl. þriðjudag hófst sveitakeppni í Rangárþingi. Til leiks mættu 6 sveitir. Spilastjóri raðar pörum saman í sveitir eftir hávísindalegum, þrautreyndum og ISO-vottuðum aðferðum.
Fyrsta kvöldið af þremur í Patton-sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Grant Thornton og Doktorinn eru í tveimur efstu sætum með 12-13 stigum meira næstu sveitir.
Sjá nánri úrslit
Næsta á dagskrá hjá Bridgefélagi Reykjavíkur er svokölluð Patton-sveitakeppni, þriggja kvölda. Þá er bæði venjulegur impasamanburður og síðan eru gefin 2 stig fyrir hvert spil sen önnur sveitin hefur betur í eða 1 stig á hvora sveit ef spilið fellur.
Að venju hófum við Rangæingar nýtt almanksár með því að leika TOPP16 einmenninginn. Þar kom því saman rjómi Rangæskra spilara. Þarna eru vissulega vænir sauðir innan um og þegar litið er yfir hópinn gæti einhver í ógáti ályktað sem svo að þessi hópur hafi fremur drukkið mikinn rjóma í gegnum tíðina en vera rjómi andlegs atgervis í Rangárþingi.
Helgina 25 og 26.janúar 2020 verður Suðurlandsmótið í sveitakeppni spilað verður í Hvolnum Hvolsvelli Nánari upplýsingar í s. 897-4766. Byrjað er að spila kl.
Þórður og Gísli eru efstir eftir eitt kvöld af þremur í butlertvímenningi.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar