Suðurlandsmótið í sveitakeppni - Úrslit

laugardagur, 25. janúar 2020

Úrslitin í Suðurlandsmótinu réðust ekki fyrr en í síðusta spili mótsins.  Í lokaumferðinni mættust sveitirnar í 1. og 3. sæti, TM-Selfossi og Hótel Anna.   Að leikslokum skildu 4 impar, Hótel Önnu í vil, sem ekki dugði þeim til að komast upp fyrir TM.

Á meðan mætti Íslenskur landbúnaður (sem hét raunar framan af móti Íslenskur vanbúnaður) Séra Svavari, sem sat í fallsæti og því útlit fyrir sigur bændanna.   En séra Svavar gaf þeim svo sannarlega leik, þó fjósamennirnir hefðu prestinn undir á endanum, 12,16-7,84.

Það dugði bændastéttinni til sigurs, uppskáru 97,90 stig í mótinu en TM-Selfossi 97,63 stig.   Hver sagði svo að yfirslagir skiptu litlu sem engu máli í sveitakeppni.

Ferðafrömuðurnir í Hótel Önnu enduðu svo í þriðja sæti með 93,95 stig.

Aðrar sveitir fengu minna og sumar svo mikið minna að nærgætið verður að teljast af skrásetjara að minnast ekki frekar á þær í þessu samhengi.

Úrslit leikja og staðan í sveitakeppninni er hér.

Butler 1. umferð hér, 2. umferð hér, 3. umferð hér og þeirri 4. hér.

Butler 5. umferðar er hér, 6. umferðar hér og 7. hér

Samantekinn butler er svo hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar