Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs lauk nú í kvöld með sigri mæðgnanna Estherar Jakobsdóttur og Önnu Þóru Jónsdóttur. Þær fengu 115 stig sem er samanlögð prósentuskor úr tveimur kvöldum.
Vetrar starf félagsins hefst venju samkvæmt síðasta föstudag í september. Föstudaginn 28.september verður aðalfundur félagsins kl 20:00 í Selinu á íþróttavellinum á Selfossi.
Guðmundur Snorrason og Daníel "Tjokkó" Sigurðsson urðu hlutskarpastir í bötlertvímenningi 24. september. Harpa Fold og Vignir Hauksson urðu í 2.sæti og Ómar Óskarsson og Valbjörn Höskuldsson í 3.sæti.
Haukur Ingason og Hermann Friðriksson eru efstir eftir fyrsta kvöld af þremur í bötlertvímenningi BR. Bestu 2 af 3 kvöldum gilda þannig að enn geta pör bæst við í kvöld, 25. september.
Eftir tvö kvöld af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélagi Kópavogs eru Hjalmar S Pálsson og Sigurður Steingrímsson efstir með 112,6 stig sem er samanlögð prósentuskor úr kvöldunum tveimur.
Keyrum spilakvöld nýliða í gang fimmtudaginn 20. september. Alltaf spilað í Síðumúla 37 á fimmtudögum fram að 13. desember nema annað sé auglýst.
Miðvikudagsklúbburinn ætlar að styrkja spilara á Íslandsmót kvenna í tvímenning og Íslandsmótið í einmenning. Hægt verður að sækja um keppnisgjöld fyrir 3 pör á Íslandsmóti kvenna í tvímenning og 8 keppnisgjöld á Íslandsmótið í einmenning.
Fyrsta spilakvöld BH var einskvölds Butler tvímenningur. Úrslit og öll spil er að finna á hlekknum: http://www.bridge.is/meistarastig/bh/bfeh/2015_2016/2018-09-17.
Þriggja kvölda bötlertvímenningur að hefjast í BR 18.
Sjá allt um mótið hér
Fyrsta kvöldið af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson urðu efstir með 60,1% skor.
Guðrún Óskarsdóttir og Anna Ívarsdóttir urðu hlutskarpastar í upphitunartvímenningi BR. Haraldur Ingason spilaði við góðan gest frá Ísrael, Uri Gilboa sem margir kannast við úr sveitakeppnum á Bridgebase (icer-uri).
Keyrum bridgetímabilið hjá BR í gang á hinum merka degi 11. september með eins kvölds upphitunartvímenningi. Spilað að vanda á þriðjudagskvöldum í Síðumúla 37, kl.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar