Bronsstig fyrir sept-des tímabilið eru komin á heimasíðuna og dagskráin frá jan-maí 2018 einnig.
Jólamót Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í dag. Hlynur Garðarsson og Jón Ingþórsson sigruðu með 58,5% skor eftir að hafa leitt mótið lengst af.
Árlegt jólamót okkar Rangæinga var haldið í Hvolnum á Hvolsvelli í dag. Til leiks mættu 16 pör og spiluðu 44 spil. Eins og menn vita hafa sauðfjárbændur glímt við alvarlegan rekstrarvanda og lagaðist lítið á þessu ári.
Raunstaða og öll spil
Þá er komið að því !!!! Stærsta mót landsins Jólamót BH og Regins verður haldið fimmtudaginn 28.
Jólamót BR verður haldið laugardaginn 30. desember 2017 í Síðumúla 39. Mótið hefst kl. 11:00 stundvíslega. Spilaður verður Monrad Barometer - 44 spil.
Við Rangæingar settumst við spil sl. þriðjudag að vanda. Á dagskrá fundarinars var að leika barometer, jólaölkvöld, með tilheyrandi verðlaunum í öllum mögulegum flokkum.
Jólasveinatvímenningur Bridgefélags Reykjavíkur var sðilaður í kvöld. Páll Valdimarsson og Eiríkur Jónsson sigruðu með 64,6% skori. Allt um það á HEIMASÍÐUNNI Minnum svo á JÓLAMÓT BR laugardaginn 30. desember kl.
Jólaeinmenningur var spilaður síðastliðinn fimmtudag, með þátttöku 24 spilara. Öruggur sigurvegari var Viðar Valdimarsson. Félagið er komið í jólafrí og byrjum við aftur á nýju ári með HSK tvímenning.
Eftir harða og skemmtilega keppni fjórtán sveita í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur stóðu liðsmenn Grant Thornton uppi sem sigurvegarar meða aðeins 10 stiga mun, sem er ótrúlega lítið þegar heildarskorið er 2.300 stig.
Jólatvímenningur Bridgefélags Kópavogs var spilaður í kvöld. 22 pör mættu og skemmtu sér hið besta við spil og smákökuát. Julius Snorrason og Eiður Mar Júlíusson hafa greinilega einbeitt sér hvað best að spilunum sjálfum því þeir sigruðu með 60,7% skori.
Sl. þriðjudag börðumst við Rangæingar á Heimaland, gegnum kafaldsbyl, hvar ekki sá út úr augum. Að vísu er þetta nú aðeins ýkt í huga Strandamannsins, sem kallar þetta nú bara hundslappadrífu, jólasnjó eða eitthvað ámóta meinlítið.
Jólatvímenningur Bridsdeildar Breiðfirðingafélagsins var spilaður í kvöld. Sigurður Sigurðarson og Benedikt Egilsson sigruðu nokkuð örugglega með 62,8% skori.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni verður haldið helgina 9.-11. febrúar 2018. Skrá sveit hér! Skráningarlistinn Nánari upplýsingar, tímatafla o.
Björn og Pálmi sigruðu aðaltvímenninginn, þrátt fyrir að harta hafi verið sótt að þeim. Næstir á eftir þeim voru Guðmundur og Höskuldur og í þriðja sæti Brynjólfur og Helgi.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í kvöld þegar spiluð var þrettánda og síðasta umferðin. Bingi og feðgarnir sigruðu næsta örugglega og urðu feðgarnir Eiður Mar Júlíusson og Július Snorrason efstir í heildarbutler.
Það er enginn bilbugur á okkur Rangæingum, enda komin ný ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hinna og þessara þátta, flestra óljósra og almennra.
Þegar aðeins eitt kvöld er eftir af Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefur sveit Grant Thornton 48 stiga forystu á sveit Betri Ferða. Síðasta kvöldið munu sjö efstu sveitirnar spila í A-riðli og berjast um verðlaunasætin á meðan þær sjö neðri þurfa að spila uppá heiðurinn.
Þegar tveimur kvöldum af þremur eru Björn og Guttormur efstir í aðaltvímenning félagsins. En nokkur pör koma skammt á eftir þeim, það verður því hörð barátta um sigurinn á loka kvöldinu.
Sl. þriðjudag létum við Rangæingar það eftir okkur að spila 3ju umferð í 5 kvölda butler. 12 pör mættu til leiks og var létt yfir mönnum og konu, enda ný ríkisstjórn í burðarliðnum það kvöldið.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar