Aðalsveitakeppnin hélt áfram á fimmtudagskvöldið. Kristján og Félagagar virðast vera óstöðvandi. En spyrjum að leislokum. Butler er klár frá síðustu tveimur kvöldum.
Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs lauk í kvöld með sigri Gunnlaugs Karlssonar og Ásmundar Örnólfssonar. All um það á HEIMASÍÐUNNI Næsta keppni er Hraðsveitakeppni sem er spiluð 02. 09. 16. og 23 mars.
Nú er sveitakeppni félagsins lokið með glæsilegum sigri Fisksalanna fisléttu. Í lokaumferðinni mættust Fisksalinn og Presturinn. Prestakallarnir héldu vel við fram að predikun og munaði einungis 3 impum í hálfleik og allt gat gerst.
Aðalsveita keppni briddsfélags Selfoss er nú í gangi. Lokið er tveimur umferðum af 5. Sveit Kristjáns Más er kominn með nokkuð þægilega forystu, en það er nóg eftir og munu menn sækja að þeim félögum.
Teykjanesmótinu í sveitakeppni var að ljúka rétt í þessu með sigri Bláu könnunar en GSE hlaut hins vegar Reykjanesmeistaratitilinn þar sem þeir höfðu tilskilinn fjölda spilara úr briddsfélögum á Reykjanessvæðinu.
HSK mótið var spilað á Flúðum laugardaginn 18. febrúar. Til leiks mættu 8 sveitir og spiluðu allir við alla, 8 spila leiki. Mótið vann með miklu öryggi bændasveitin TM-Selfossi, með 105,59 stig.
Þriðja kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Briddsfélags Kópavogs var spilað í kvöld.
Allt er þetta nú að hafast hvað varðar sveitakeppnina. Sl. þriðjudag var leikin 6. og næstsíðasta umferð. Slátrarinn mætti fisksölunum fljúgandi og freistaði þess að stöðva æðibunuganginn í þeim.
Annað kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson náðu besta skori kvöldsins og eru einnig efstir samanlagt.
Svæðamót Norðurlands-vestra verður haldið á Siglufirði helgina 18-19.febrúar n.k. skráning er hjá Ásgrími s. 8931738 og Óla í s. 8920852 - síðasti skráningardagur er 14.feb.
Og enn er leikið á Heimalandi, í gærkvöldi 5. umferð af 7 í sveitakeppni félagsins. Það veður á súðum hjá Fisksalanum, enda sá drengur vanur að brjótast gegnum bylji og brotsjói án þess að slá af, og oftast með lunningafullan bát.
Staðan Ef við verðum með nettengingu á morgun þá mun staðan verða uppfærð spil fyrir spil, annars kemur lokastaðan strax að móti loknu.
Janúar butler félagisns lauk á fimmtudag, með öruggum sigri Björns og Pálma. Það var engin sem náði að ógna þeim síðasta kvöldið. Næstir á eftir þeim voru þeir Össur og Sigurður.
HSK mót í sveitakeppni verður haldið laugardaginn 18.febrúar á Flúðum. Mótið hefst klukkan 10:00 og klárast á laugardeginum. Nánari upplýsingar veitir Garðar Garðarsson í síma 844-5209. Hægt er að skrá sig í mótið hér.
Aðaltvímenningur Bridgefélags Kópavogs hófst í kvöld. Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson eru með fjögurra prósenta forystu eftir fyrsta kvöldið af fjórum.
Haldið verður tvimenningsmót með helgina 4-5. febrúar 2017 sjá auglýsingu Aðalsteinn Jónsson hefði orðið 95.ára þann 30.janúar 2017 Mótið verður spilað í Valhöll Eskifirði og kostar kr.
Sl. þriðjudag settumst við Rangæingar að spilum á Heimalandi. Tókum okkur í hönd spil fjórðu umferðar af sjö í sveitakeppninni. Bóndinn, sem leitt hefur sveitakeppnina, taldi sér óhætt að skreppa sjálfur af bæ og fela leiguliðunum að ná ilmandi töðunni í hús, af túnum prestsins.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar