Rangæingar -- Veður á súðum

miðvikudagur, 8. febrúar 2017

Og enn er leikið á Heimalandi, í gærkvöldi 5. umferð af 7 í sveitakeppni félagsins.   Það veður á súðum hjá Fisksalanum, enda sá drengur vanur að brjótast gegnum bylji og brotsjói án þess að slá af, og oftast með lunningafullan bát.   Í gær tók hann okkar ástsæla formann og hans drengi í stutta kennslustund og þáði að launum 16,77 stig fyrir kennsluna.   Fisksalinn frómi hefur þar með komið sér þægilega fyrir á toppnum með 15 stiga forskot á næstu sveit.

Vandséð er hverjir eiga að stoppa þessa flugbeittu fisksala, nema þá helst Presturinn eða Slátrarinn, enda þær sveitir þær einu sem þeir eiga eftir að mæta.

Slátrarinn og Presturinn mættust raunar í gær.   Slátrarinn hafði betur, þáði 15,08 stig af prestaköllunum, fyrst og fremst vegan góðrar frammistöðu slátrardrengjanna Einars og Kristjáns, sem áttu sitt besta kvöld í mótinu, það sem af er.   Vel gert drengir.    Þar með náði Slátrarinn í hempufaldinn á prestinum, kominn með 55,25 stig í þriðja sætinu en presturinn hélt naumlega velli í 2. sætinu, situr þar með 59,34 stig.

Vertinn rak loks af sér slyðruorðið og lagði hestamanninnn 13,13-6,87.   Það dugði honum þó ekki til að komast úr botnsætinu en formaðurinn er þó orðinn innan seilingar. 

Butler og spil í fyrri hálfleik má sjá hér og þeim seinni hér.  Úrslit leikja og stöðuna í sveitakeppninni má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar