Sveit Sölufélags Garðyrkjumanna er efst eftir fjórar umferðir af 13 í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Öll úrslit má sjá á heimasíðunni.
Suðurlandsmótið í tvímenning 2014 verður haldið laugardaginn 8.nóvember 2014 og hefst kl. 10:00 Spilastaður verður ákveðin síðar Hægt er að skrá sig í skráningarkerfi Bf.
Sl. þriðjudag komu Rangæingar saman á Heimalandi að vanda þegar 5 kvölda BUTLER hófst. Til leiks mættu 15 pör og spiluðu 28 spil (monrad). Öllum að óvörum enduðu sægarparnir Sigurður og Torfi efstir með 342 impa skoraða (IMPS across the field).
Ákveðið hefur verið að færa nýliðakvöldin yfir á fimmtudaga, og spila alla fimmtudaga (nema 4.des) en síðasta kvöldið fyrir áramót verður 18. desember þar sem boðið verður upp á piparkökur og jólaöl og afhent verðlaun.
Í dag var frábær afmælishátið BA haldin en hún hófst á 24 para tvímenningi sem Kristján Þorsteinsson og Stefán Sveinbjörnsson unnu eftir harða baráttu.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar