Rangæingar -- Óvænt úrslit

miðvikudagur, 5. nóvember 2014

Sl. þriðjudag komu Rangæingar saman á Heimalandi að vanda þegar 5 kvölda BUTLER hófst.  Til leiks mættu 15 pör og spiluðu 28 spil (monrad).    Öllum að óvörum enduðu sægarparnir Sigurður og Torfi efstir með 342 impa skoraða (IMPS across the field).   Næstir, þó engum að óvörum, komu reiðmenn vindanna Eyþór og Bjorn með 274 og þriðju í mark urðu sæmdarparið Eiríkur og Silla með 232, eftir úrslitasetu við sægarpana, þar sem úrslitin ultu á 4 spöðum dobluðum.  

Úrslit kvöldsins og spilin má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar