Suðurlandsmótið í sveitakeppni árið 2014 verður haldið í Selinu á Selfossi laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar nk. Spilað verður í Selinu á Íþróttarvallasvæðinu, og rennur skráningarfrestur út á hádegi fimmtudaginn 9. janúar.
Gleðilegt árið! Á nýju ári eru nokkur mót á dagskrá og fyrsta er þriðjudaginn 7.janúar sem er eins kvölds Nýárstvímenningur. Því næst eru tvö sveitakeppnismót: Akureyrarmótið í sveitakeppni á þriðjudögum og Svæðamót Norðurlands eystra í sveitakeppni helgina 11.-12.jan.
Úrslit
Þriggja kvölda Monrad-tvímenningur hófst hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Nítján pör mættu en þau pör sem ekki komust í kvöld geta koið inn næsta fimmtudag þar sem tvö bestu kvöldin af þremur gilda til verðlauna.
HSK mótið í tvímenningi 2014 var haldið 2. janúar á Selfossi. Það var húsfyllir í Selinu, eða 19 pör sem mættu til leiks. Eftir æsispennandi baráttu þá enduðu Ómar Olgeirsson og Gunnar Björn Helgason efstir með 414 stig.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar