Suðurlandsmótið í sveitakeppni 11.-12. janúar

þriðjudagur, 7. janúar 2014

Suðurlandsmótið í sveitakeppni árið 2014 verður haldið í Selinu á Selfossi laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar nk. Spilað verður í Selinu á Íþróttarvallasvæðinu, og rennur skráningarfrestur út á hádegi fimmtudaginn 9. janúar. Skráð er á netinu á þessari síðu hér og hjá Ólafi í síma 898 2880, netfang ost@ms.is og hjá Garðari í síma 844 5209. Spilamennska hefst kl. 10:00 báða dagana og spiluð verða a.m.k. 120 spil. Þátttökugjald er áætlað 25.000 kr. á sveit, með fyrirvara um breytingar. Spilað verður um 4 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni 2014 auk Suðurlandsmeistaratitilsins, en til þess að hljóta hann þá verður a.m.k. helmingur sveitarinnar að vera skráður í bridgefélög á Suðurlandi.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar