miðvikudagur, 13. mars 2013
Rangæingar -- Prestakallarnir komnir á beinu brautina aftur
Þriðjudaginn 12. mars hófst 5 kvölda aðaltvímenningur
félagsins. Ekki var að sjá að það hefði teljandi áhrif
á spilamennsku séra Halldórs að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn á
dögunum, nema þá fremur til bóta en hitt, því eftir fremur
magra daga í sveitakeppninni unnu þeir félagarnir næsta
öruggan sigur á þessu 1. kvöldi, með 60,7% skor.