Þann 9. apríl sl. var 4. umferð í Aðaltvímenning félagsins (Samverkstvímenningnum) leikin. 12 pör mættu til leiks. Þetta var dömukvöld, því stelpurnar okkar, Sigga og Silla, deildu efsta sætinu með sínum makkerum.
Þá er lokið tveggja kvölda einmenningskeppni B.A. en það var Valmar Valjaots sem náði bestum samanlögðum árangri og telst því Einmenningsmeistari B.
Vetrarstarfi Bridgesambands Austurlands lauk laugardaginn 6. apríl með Austurlandsmóti í sveitakeppni og aðalfundi sambandsins. Austurlandsmótið fór fram á Egilsstöðum með þátttöku 10 sveita alls staðar úr landsfjórðungnum og víðar að.
Aðalsveitakeppni BR 2013 er lokið. Öruggur sigurvegari var sveit Lögfræðistofu Íslands. í sveitinni spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Steinar Jónsson, Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen.
Í kvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá Bridgefélagi Kópavogs og var spilað á 6 borðum. Kristján Snorrason og Ásmundur Örnólfsson sigruðu nokkuð örugglega með skor uppá 64,8%.
Þriðja kvöldið af fjórum fór fram í kvöld í meistaratvímenning á Suðurnesjum. Arnór Ragnarsson og Gunnlaugur Sævarsson áttu risakvöld og náðu þokkalegri forystu í mótinu.
Þann 2. apríl sl. var 3ja umferð í Aðaltvímenning félagsins (Samverkstvímenningnum) leikin. 12 pör mættu til leiks. Siggi Skógabóndi virðist kunna vel við bláa litinn svona næst sér, a.
Nú er nýlokið þriggja kvölda Board-a-match hraðsveitakeppni, Halldórsmótinu en því lauk með sigri sveitar Frímanns Stefánssonar (Björn Þorláksson, Pétur Gíslason og Kristinn þórisson).
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar