Katrín Oddsdóttir og Björgvin Már Kristinsson unnu 24 para tvímenning með 61%. Í 2. sæti voru Halldór Svanbergsson og Gísli Steingrímsson og í 3. sæti voru Rosemary Shaw og Páll Þórsson.
Loksins loksins !!! Spilamennska í BR byrjar næsta þriðjudag og hefst stundvíslega kl. 19:00. Byrjum á laufléttum eins kvölda tvímenningi og við lofum stórskemmtilegum spilum, erfiðum þrautum, skemmtilegu fólki og yndislegri kvöldstund.
Og hefur það gefið þeim sigur síðustu 2 kvöld í Sumarbridge B.A. með 62,7% og 70,4% skor.
Spilað var á 11 borðum í Sumarbridge í gærkvöldi og sigruðu Björgvin Már Kristinsson og Sverrir G Kristinsson með yfirburðum, fengu 63,7% en parið í öðru sæti var með 57,7%.
Haukur Ingason og Helgi Sigurðsson voru efstir af 30 pörum með 59,3%. Erla og Guðni voru í 2. sæti með 57,2% og í 3. sæti voru Árni Hannesson og Oddur Hannesson með 56,8%.
Bræðurnir Oddur og Árni Hannessynir urðu efstir í sumarbridge mánudaginn 20 ágúst. Þeir fengu 389 stig í plús eða 63,1% skor.
Miðvikudaginn 15 ágúst var spilað á 12 borðum í Sumarbridge. Hafliði Baldursson og Jón Viðar Jónmundsson sigruðu með 394 stig í plús eða 64% og í öðru sæti urðu Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson með 60,4%.
Það voru þeir Stefán Vilhjálmsson og Örlygur Örlygsson sem unnu 14 para Sumarbridge þann 14.ágúst og vonandi gengur eins vel í næsta bikarleik. Rétt á eftir voru feðginin Elsa og Baldvin með sinn besta árangur til þessa en Baldvin er 93 ára.
Spilað var á þrettán borðum í Sumarbridge í kvöld. Skvísurnar Arngunnur Jónsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir sigruðu nokkuð örugglega og fengu 61,3% skor.
Dregið var í fjórðu umferð í Bikarkeppninni nú áðan. Sveitir sem eigast við eru þessar.
Spilað var á þrettán borðum í sumarbridge miðvikudaginn áttunda ágúst. Ísak Örn Sigurðsson og Sigurjón Harðarson sigruðu með 394 stig í plús eða 64%.
Það voru þeir Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson með 61,6% svo óstuð hjá þeim sem giskuðu á Pétur Gíslason og Valmar Valjaots sem voru reyndar skammt frá :-) Í öðru sæti urðu Marínó og Smári, ríkjandi Bill Hughes meistarar og í þriðja þeir Hermann Huijbens og Óttar.
Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir urðu hlutskarpastir í Sumarbridge í gærkvöldi þegar 32 pör spiluðu sér til gagns og gamans. Þeir fengu 549,5 stig eða 65,4% skor.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar