Björgvin Már og Sverrir langefstir í Sumarbridge í gær
þriðjudagur, 28. ágúst 2012
Spilað var á 11 borðum í Sumarbridge í gærkvöldi og sigruðu Björgvin Már Kristinsson og Sverrir G Kristinsson með yfirburðum, fengu 63,7% en parið í öðru sæti var með 57,7%. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Sumarbridge
Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir hafa tekið forystuna í bronsstigakeppninni og eru komnir uppfyrir þá félaga Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson sem koma næstir. Þetta má einnig sjá á heimasíðunni.