Fimmtudaginn 29. mars lauk Akranestvímenningnum 2012. 13 pör tóku þátt og úrslit má sjá hér.
Höskuldur Gunnarsson og Eyþór Jónsson sigruðu Íslandsbankabarometer briddsfélag Selfoss og nágrennis. Næst verður spilað fimmtudaginn 12. apríl og hefst þá síðasta mót vetarains sem er tveggja kvölda tvímenningur.
Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson sigruðu Páskatvímenning Bridgefélags Kópavogs sem spilaður var í gærkvöldi og fengu vegleg páskaegg að launum.
Fjórða kvöldið í sveitarokki var í kvöld miðvikudag og halda þeir Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson áfram einstefnu sinni og fengu 77 IMPa í kvöld og eru langefstir með 190,3 IMPa.
Laugardaginn 31. mars verður tvímenningskeppni í bridge í Úthlíð Biskupstungum. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir áhugasama bridsara til að njóta þessarar göfugu íþróttar í fögru umhverfi og skemmtilegum félagsskap.
Fimmtudaginn 29 mars verður eins kvölds Páskatvímenningur með viðeigandi "eggjum" í verðlaun. Spilaður verður Monrad-barómeter, sjö umferðir með fjögur spil í umferð.
Fyrra einmenninngskvöldið hjá B.A. lauk með sigri Péturs Guðjónssonar eftir skemmtilega keppni. Næsta þriðjudag verður aftur einmenningur. Þó að páskaeggin fari til þeirra með besta samanlagðan árangur eru samt allir velkomnir þá, þrátt fyrir að þeir hafi misst af fyrra kvöldinu.
Aðalsveitakeppni BR 2012 Staðan eftir 10 umferðir af 12.
Laugardaginn 24. mars var Suðurlandsmótið í tvímenning fyrir árið 2012 haldið að Heimalandi undir Eyjafjöllum. Til leiks í mótið mættu 20 pör, og spiluðu 3 spil á milli para, alls 57 spil.
Fyrir mistök var næsta umferð sett á Skírdag og þess vegna hefur verið ákveðið að skipta um spilastað. Næsta umferð (næstsíðasta) fer því fram næsta föstudag 30. mars í Síðumúla.
Staðan að loknum tveimur kvöldum af þremur í íslandsbankatvímenning Briddsfélags Selfoss.
Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi þegar fjórða og síðasta lotan var spiluð. Sveit Guðlaugs Bessasonar fékk þriðja besta skor kvöldsins og hélt efsta sætinu nokkuð öruggglega en þeir sigruðu með 73 stiga mun.
Þeir Arnór Ragnarsson og Óli Þór Kjartansson er að stinga af í sveitarokki sem er í fullum gangi á Suðurnesjum. Þeir félagar eru komnir með 113,3 IMPa.
Suðurlandsmótið í tvímenning 2012 verður spilað laugardaginn 24. mars 2012. Spilað verður í félagsheimilinu að Heimalandi undir Eyjafjöllum. Spilamennska hefst kl.
Sveit Lögfræðistofu Íslands er með nauma forystu í Aðalsveitakeppni BR 2012 með 150 stig. Rétt á eftir koma sveitir SFG og Chile.
Í kvöld fer fram 7. umferð af 12 í aðalsveitakeppninni. Dregið var í næstu umferð strax síðasta þriðjudagskvöld og eftirfarandi sveitir mætast í kvöld.
Hermann Friðriksson og Jón Guðmar Jónsson unnu Barómeter BH vorið 2012. Næst var 3ja manna par sem samanstóð af Garðari Garðarssyni, Svölu Pálsdóttur og Karli G.
Íslandsbankatvímenningur Briddsfélags Selfoss hófst fimmtudaginn 25.mars með þáttöku 16 para. Mótið fer fjörlega af stað. Eftir fyrsta kvöld af þremur er staðan hnífjöfn á toppnum.
Þriðja kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgeféags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveit Guðlaugs Bessasonar hélt forystusætinu og hefur 50 stigum meira en næsta sveit en alls eru sjö sveitir með skor yfir miðlung sem er 1620. Öll úrslit og spilagjöf má sjá á heimasíðu BK.
Annað kvöldið af sveitarokki fór fram 14.mars á Suðurnesjum. Efstir í mótinu er þeir Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson með 87,3 IMPa. Yfir síðasta kvöld voru það Guðni Sigurðsson og Kolbrún Guðveigsdóttir sem unnu kvöldið með 29 IMPa.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar