Bridgehátíð í Úthlíð

miðvikudagur, 28. mars 2012
  
Laugardaginn 31. mars verður tvímenningskeppni í bridge í Úthlíð Biskupstungum.  Þetta er tilvalið tækifæri fyrir áhugasama bridsara til að njóta þessarar göfugu íþróttar í fögru umhverfi og skemmtilegum félagsskap.
Fyrirhuguð dagskrá:   - 
Frá kl. 11:00, Keppendur mæta, koma sér fyrir og fara yfir sagnkerfin.
  - 
Frá kl. 12:00, Boðið upp á súpu og brauð í Réttinni.
  - 
Kl. 14:00, Keppni í tvímenningi hefst (kaffihlé um kl. 16:30)
  - 
Kl. 19:00, Kvöldmatur (lambalærisveisla með desert) og verðlaunaafhending.
  - 
Eftir kvöldmat: etv. rúbertu útsláttarkeppni og annað skemmtilegt.  Barinn opinn.
  - 
Sunnudagur kl. 10:00-11:00,  Léttur morgunmatur í Réttinni.  
 
Verðlaun og vinningar fyrir efstu sætin.    Verð:  - 6000 kr. fyrir mótsgjald og mat.   - 10.000 kr. fyrir mótsgjald, mat og gistingu.  - Fyrir óspilandi maka kostar 7000 kr. gisting og matur (4000 bara matur). Makar sem ekki spila    eru velkomnir. Geta slappað af eða farið í göngutúra og borðað með hópnum um kvöldið.

Gist verður í góðum sumarhúsum þar sem eru heitir pottar og öll aðstaða. Sjá
www.uthlid.is Þeir sem vilja geta mætt á föstudegi.  Aukanótt kostar 2000 kr. 
Mótsstjóri: Sigurpáll Ingibergsson.

Skráning á
uthlid@uthlid.is eða í síma 891 6107 (Þorsteinn).   Sendið fullt nafn ykkar og makkers.  Og hvort þið þurfið gistingu. Ath. stakir spilarar mega líka skrá sig og við pörum þá saman þegar nær dregur.
Sjá nánar auglýsingu

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar