Föstudaginn 4. nóvember sl. lögðu 11 pör frá Selfossi land undir fót og mættu í Golfskálann á Strönd og mættu 7 pörum frá Bridgefélagi Rangæinga í árlegri heimsókn.
Vetrarstarf Bridgefélags Akureyrar hefur farið ágætlega í gang en nú er lokið þremur mótum. Fyrsta mótið var Startmót Sjóvá sem var tveggja kvölda tvímenningur með 15 pörum en efst urðu: 1. Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 59,0% 2. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 55,8% 3. Valmar Valjaots - Víðir Jónsson 55,4% Næst var Greifamótið, þriggja kvölda impa tvímenningur, en alltaf er Greifamaturinn góður hvati til árangurs.
ATH, skráning er enn mjög lítil í þetta mót, eða 10 einstaklingar þegar þetta er skrifað. Ef þátttaka næst ekki í lágmark 16 manns verður mótið ekki haldið.
Mjög þétt er á toppnum í haustsveitakeppni BR 2011. Sparisjóður Siglufjarðar er með tveggja stiga forystu á sveit Chile og eiga að spila saman í næstu umferð.
Aðaltvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar hófst mánudaginn 7. nóvember. Spilaður er Barometer 7 spil á milli para en pörin eru 19, fjölgar vonandi í 20. Efstir eftir fyrsta kvöld eru bræðurnir Guðmundur og Unnsteinn Arasynir úr Borgarnesi, þeir náðu skori upp á 72,1%! Í öðru sæti eru Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson, Hvanneyringar, með 61,2 %.
Austurlandsmótið í tvímenningi í bridge fór fram á Seyðisfirði 4. og 5. nóvember. 14 pör tóku þátt Í efstu sætum urðu: 1. Guttormur Kristmannsson og Magnús Ásgrímsson 137 stig.
Laugardaginn 5 nóvember var spilaður tvímenningur í bridge í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla norðurlands vestra. Um var að ræða svæðamót Norðurlands vestra.
Aðalsveitakepni Bridgefélags Kópavogs hófst í gærkvöld. tíu sveitir mættu til leiks og hefur sveit Þorsteins Berg nauma forystu eftir tvær umferðir með 39 stig en sveit Jörundar kemur næst með 37 stig.
Mjög þétt er á toppnum í haustsveitakeppni BR 2011. Sparisjóður Siglufjarðar er með eins stigs forystu á Garðs Apótek og eiga að spila saman í næstu umferð.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar