Ísak Örn Sigurðsson on Gunnlaugur Karlsson unnu jólamót Bridgefélags Hafnafjarðar Sjá lokastöðu
Síðasta spilakvöld Bridgefélags Akureyrar fyrir jól var að venju eins kvölds tvímenningur með KEA-hangikjöt og reyktan magál í verðlaun. Í upphafi var afmælissöngurinn sunginn af krafti fyrir Frímann Stefáns sem bauð upp á jólasmábrauð í tilefni dagsins.
Akureyrarmótinu í tvímenning lauk hjá Bridgefélagi Akureyrar síðasta þriðjudag. Á lokasprettinum höfðu Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson betur í baráttunni um titilinn við þá Gylfa Pálsson og Helga Steinsson, sem efstir voru þegar spilamennska hófst.
Ómar Freyr Ómarsson og Örlygur Már Örlygsson unnu Cavendish tvímenning BR sem lauk þriðjudaginn 11.desember. Gunnlaugur Sævarsson og Runólfur Jónsson skoruðu grimmt síðasta kvöldið og voru nálægt því að skjótast á toppinn1. Ómar Freyr Ómarsson - Örlygur Már Örlygsson 14522. Gunnlaugur Sævarsson - Runólfur Jónsson 13023. Gísli Steingrímsson - Sveinn Þorvaldsson 1080 4. Jónas P.
Öll úrslit og upplýsingar á heimasíðu Miðvikudagsklúbbsins
Sveit Guðlaugs Bessasonar er efst eftir 2 umferðir af 9 í Aðalsveitakeppni BH. Næsta kvöld eru spilaðar umferðir 3 og 4.
Ómar Freyr Ómarsson og Örlygur Már Örlygsson fengu risaskor á öðru kvöldi í Cavendish-tvímenningi BR og fóru úr mínus og á toppinn! Staða efstu para er þannig þegar eitt kvöld er eftir í þessari skemmtilegu keppni: 1. Ómar Freyr Ómarsson - Örlygur Már Örlygsson 1001 2. Gísli Steingrímsson - Sveinn Þorvaldsson 910 3. Alda Guðnadóttir - Esther Jakobsdóttir 755 4. Gunnlaugur Karlsson - Kjartan Ingvarsson 705 5. Gabríel Gíslason - Harpa Fold Ingólfsdóttir 686 6. Hlynur Garðarsson - Kjartan Ásmundsson 649 Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson leiða eftir 1. kvöldið af 3 í cavendish - tvímenning BR sem hófst í kvöld.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar