KEA-hangikjötstvímenningur

miðvikudagur, 19. desember 2007

Síðasta spilakvöld Bridgefélags Akureyrar fyrir jól var að venju eins kvölds tvímenningur með KEA-hangikjöt og reyktan magál í verðlaun. Í upphafi var afmælissöngurinn sunginn af krafti fyrir Frímann Stefáns sem bauð upp á jólasmábrauð í tilefni dagsins. Ekki fékk afmælisbarnið þó nógu marga toppa í staðinn til að hreppa kjötmeti. Röð efstu para var þessi þegar upp var staðið:

1. Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson 42
2. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson 16
3. Jón Sverrisson - Ragnheiður Haraldsdóttir 14
4.-5.  Árni Bjarnason - Ævar Ármannsson 12
4.-5. Frímann Stefánsson - Reynir Helgsaon 12

Bridgefélag Akureyrar sendir öllum bridgespilurum bestu jóla- og nýársóskir.
Minnt er á Glitnismótið sem fer fram laugardaginn 29. des. á Hótel KEA og hefst kl. 10. Spilaður verður Monrad-tvímenningur. Glæsileg flugeldaverðlaun fyrir efstu sætin og einnig dregið um verðlaun. Nánari upplýsingar veitir Víðir, gsm 897 7628.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar