Pétur og Jónas Akureyrarmeistarar

fimmtudagur, 13. desember 2007

Akureyrarmótinu í tvímenning lauk hjá Bridgefélagi Akureyrar síðasta þriðjudag. Á lokasprettinum höfðu Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson betur í baráttunni um titilinn við þá Gylfa Pálsson og Helga Steinsson, sem efstir voru þegar spilamennska hófst. Pétur og Jónas vörðu þar með titilinn frá 2006. Frímann Stefánsson og Reynir Helgason náðu þriðja sætinu af Pétri Gíslasyni og Guðmundi Halldórssyni. Bestum árangri á lokakvöldinu (+31) náðu Hermann Huijbens og Stefán Vilhjálmsson en það dugði þeim ekki nema rétt í meðalskor.
Árangur efstu para varð þessi:
1. Pétur og Jónas                                                 118
2. Gylfi og Helgi                                                      99
3. Frímann, Reynir og Þórólfur Jónasson               69
4. Pétur og Guðmundur                                          62
5. Björn Þorl., Jón Bj. og Sveinn P.                        31
6. Haukur Harðar, Grétar Örlygs og Ævar Árm.    20

Hinn vinsæli KEA-hangikjötstvímenningur B.A. verður spilaður þriðjudagskvöldið 18. desember í Lionssalnum Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð. Allt bridgefólk velkomið. Skráning á staðnum og því best að mæta tímanlega en spilamennska hefst kl. 19:30.

Einnig er minnt á Glitnismótið sem fer fram laugardaginn 29. des. á Hótel KEA og hefst kl. 10. Spilaður verður Monrad-tvímenningur. Glæsileg flugeldaverðlaun fyrir efstu sætin og einnig dregið um verðlaun. Nánari upplýsingar veitir Stefán V. s. 898 4475.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar