Bridgehátíð 2006

Bridgehátíð verður haldin með sama sniði og undanfarin ár nema að bætt verður við Stjörnutvímenningi miðvikudaginn 15. febrúar. Þar taka boðsgestir BSÍ og Flugleiða þátt auk valinna íslenskra para og hefst spilamennska klukkan 19:00. áhorfendur velkomnir. Tvímenningur Bridgehátíðar byrjar fimmtudaginn 16. febrúar kl. 19:00 og stendur yfir fram að kvöldmat föstudaginn 17 febrúar. Sveitakeppnin hefst síðan kl. 11:00 á laugardeginum og stendur yfir fram að kvöldmat sunnudaginn 19. febrúar þegar mótinu verður slitið.
Keppnisgjald í tvímenninginn er 12.000 á parið og 26.000 á sveitina. Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 9. febrúar klukkan 17:00 og spilarar því beðnir um að skrá sig tímanlega. Ekki er hægt að tryggja skráningu þeirra sem skrá sig eftir að 132 pör hafa skráð sig, því húsnæðið leyfir vart meiri fjölda. Einnig verður að setja stopp á skráningu 70 sveita. Þess er vænst að spilarar mæti í snyrtilegum klæðnaði.

Bridgehátíð 2006

Mótsblaðið

Sjá myndir úr mótinu hér

Úrslit úr gömlum Bridgehátíðum

Tilboð hópdeildar Flugfélags Íslands á flugi vegna Bridgehátíðar
TILBOÐIÐ GILDIR til 31. janúar 2006.

enski

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar