Dramatík einkenndi lokaniðurstöðuna í undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni, en 3 efstu sveitirnar af 10 komust áfram í úrslitakeppni Íslajndsmót sem verður háð 4.-7. apríl á Hótel Loftleiðum.
Sveit Grímsbræðra vann öruggan sigur í Íslandsmóti yngri spilara í sveitakeppni, fékk 119 stig í 6 leikjum. Spilarar í sveit Grímsbræðra voru Grímur Kristinsson, Guðjón Hauksson, Inda Hrönn Björnsdóttir og Jóhann Sigurðarson.
Fjölmargar sveitir víðsvegar að af landinu taka þátt í undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni sem haldið verður á Hótel Loftleiðum. Undankeppni verður haldin dagana 23.-25. mars og úrslitin 4.-7. apríl.
Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður spilað laugardaginn 10. mars. Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson og keppnisgjald 4.000 krónur á parið.
Sveit SR-Group vann öruggan sigur á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni sem fram fór helgina 3.-4. mars. Sveit SR-Group var með forystu allan tímann og þegar upp var staðið, var sveitin með 26 stiga forystu á annað sætið.
Sveit SR-Group hefur náð 20 stiga forystu í Íslandsmóti kvenna í saveitakeppni að afloknum 5 umferðum af 9. Spilarar í sveit SR-Group eru Ragnheiður Nielsen, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar