Minningarmót Harðar Þórðarsonar. Sigurvegarar Jólamóts BR og SPRON voru Sverrir Krsitinsson jr. og Páll Valdimarsson, í öðru sæti voru sigurvegararnir frá því í fyrra Helgi G.
Jólamót BH og Sparisjóðs Hafnarfjarðar verður haldið fimmtudaginn 28. desember og hefst kl 17:00. Spilað að Flatahrauni 3 Hafnarfirði, Hraunsel.
Fjögur bridgefélög á landinu halda jólamót á milli jóla og nýárs sem jafnan hafa verið vel sótt. Þrjú þeirra verða með mótið laugardaginn 30. desember.
Sveit skipuð íslenskum spilurum vann öruggan sigur á árlegu alþjóðlegu móti í Uppsala í Svíþjóð sem spilað var helgina 9.-10. desember. Spilarar í sveitinni voru Ísak Örn Sigurðsson, Ómar Olgeirsson, Stefán Jónsson og Steinar Jónsson.
Íslandsmót í sagnkeppni var haldið fyrsta sinni sunnudaginn 3. desember og hafði þar landsliðsparið, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson nauman sigur með 75,9% skori.
Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson eru verðugir Íslandsmeistarar í Butlertvímenning 2006. Þeir leiddu mest allt mótið og þótt að þeir gæfu aðeins eftir í lokin, var munurinn 20 impar eftir að 55 spil höfðu verið spiluð.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar