þriðjudagur, 22. nóvember 2005
Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga
Ágætis byrjun
Nafn plötu Sigurrósar á vel við upphaf Hraðsveitakeppni
Sparisjóðs Norðlendinga sem hófst síðastliðinn þriðjudag. Nöfn
sveitanna eru býsna óvenjuleg en úr þeim geta glöggir lesendur
greint nöfn sumra spilaranna en sveitirnar eru: Haukur sem
grét, Sveinbirningar, Unaður jóna, Sveinar sem reyna, Ævarandi
árnaðaróskir og Heiðbrún lillabinna.