Svæðasambönd

Innan bridgesambandsins hafa verið starfrækt svæðasambönd sem hafa það hlutverk að standa fyrir svæðamótum í bridge. Undanfarin ár hefur starfsemi svæasambandanna minnkað töluvert og fellst nú á flestum svæðum í að halda svæðamot í sveitakeppni sem jafnframt er undankeppni fyrir Íslandsmót.

Svæðin eru þau sömu og gömlu kjördæmin sem landinu var skipt í fyrir kosningar til alþingis á árunum 1959-2003, þ.e. Reykjavík, Reykjanes, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland og Suðurland.

All nokkur ár eru síðan síðast var svæðamót á Vestfjörðum.

Ár hvert stendur Bridgesambandið fyrir kjördæmamóti þar sem hvert kjördæmi teflir fram fjórum sveitum og öll svæðin spila hvert við annað. UNdanfarin ár hefur eitt "kjördæmi" til viðbótar tekið þátt í keppninni en það eru frændur okkar Færeyingar.