Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í kvöld með naumum sigri sveitar Mr. Vú sem fékk 185,82 stig, einu stigi meira en Uppsveitir Kópavogs sem fékk 184,82. Eftir 13 umferðir og 182 spil gat það nú varla verið jafnara.
Sl. þriðjudag skunduðum við Rangæingar á Heimaland og lékum fjórðu umferð í Butlernum. Til leiks mættu 11 pör. Efstur á blaði endaði Suðurlandsmeistarinn Björn.
Annað kvöldið af þremur í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Sveit Málningar skoraði mest, 663 stig, sem er 123 yfir meðalskor, og náði þannig efsta sætinu af Grant Thornton.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar