3. umferð af 5 í sveitakeppni félagsins var leikin sl. þriðjudag. Það stefnir í grjóthart einvígi Óðmanna og HLH-flokksins um sigur í mótinu og vel við hæfi enda með eftirsóknarverðari titlum sem keppt er um hér í Rangárþingi.
Stórbændurnir Magnús og Gísli sigruðu janúarbutlerinn örugglega. Eftir að þeir tilltu sér í efsta sætið var ekki aftur snúið. Ekki verður spilað næstkomandi fimmtudag vegna Briddshátíðar, en fimmtudaginn 7. febrúar hefst svo aðalsveitakeppnin.
Hægt er að sjá öll úrslit og spil hjá Föstudagsbridge á HEIMASÍÐU félagsins
Fyrsta kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld og eru Július Snorrason og Eiður Mar Júlíusson efstir með 62,7% skor.
HSK mótið í sveitakeppni verður haldið í Félagsheimilinu á Flúðum 23. febrúar 2019. Spilamennska hefst kl. 10:00. Skráning er hjá Garðari Garðarssyni í síma 893-2352 eða á þessari síðu hér.
Spiluð verða 28 spil með monrad barómeter fyrirkomulagi. 1. verðlaun er ferðapakki til Færeyja fyrir 2 2-3. sæti fá verðlaun, sigurvegarar í miðnætursveitakeppni og svo verða dregnir út aukavinningar að handahófi.
Sl. þriðjudag komum við Rangæingar enn saman á heimavelli okkar að Heimalandi. Nú lékum við 2. umferð í sveitakeppninni. HLH-flokkurinn heimti varaformann sinn úr Asíuferðinni en hann við æfingar á Filippseyjum sl.
Þriðja og síðasta kvöldið í Patton-Sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Sveit Hótels Hamars sigraði með nokkrum yfirburðum, fékk 281,77 en Kjaran fékk 237,9 stig í öðru sæti.
Aðaltvímenningur Bridgefélags Kópavogs fer fram fimmtudagana 24. jan. 07. 14. og 21. febrúar. Byrjar s.s. nú á fimmtudaginn. Spilaður verður Barómeter, allir við alla á kvöldunum fjórum.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni fór fram nú um helgina. Eftir æsispennandi lokaumferðir stóð sveit Hótels Hamars uppi sem sigurvegari en tvær efstu sveitirnar mættust í síðustu umferðinni.
Gísli og Magnús leiða janúarbutlerinn fyrir síðasta spilakvöldið. Hart verður sótta að stórbændunum.
Þriðja og síðasta kvöldi í Janúarmonrad Bridgefélags Kópoavogs var spilað í kvöld. Julius Snorrason og Eiður Jíulíusson náðu 68,5% skori sem dugði þó aðeins í annað sætið því Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson urðu efst samanlagt með 175 stig sem er samanlögð prósentuskor úr kvöldunum þremur.
Sl. þriðjudag hófum við Rangæingar sveitakeppni félagsins. Til leiks skráðu sig 12 pör og raðar spilastjóri pörum niður í sveitir með það að markmiði að gera þær sem jafnastar að getu.
Eftir tvö kvöld af þremur í Patton-sveitakepni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit Hótel Hamars efst með 184,71 stig, sem er 23 stigum meira en Betri Ferðir sem eru í öðru sætinu.
Einkar jöfnu og spennandi Suðurlandsmóti í sveitakeppni lauk á fimmta tímanum í dag með sigri þokkapiltanna í sveit TM-Selfossi. Allt þokkafullir piltar.
Þar sem skrásetjari tók sér smá vetrarfrí til að ná sér í sól og sumar hefur verið lítið um að úrslit hafi verið birt. Þó svo að menn hafi ekki verið að auglysa úrslit um víða veröld hefur samt verið spilað helling á Selfossi síðastliðinn mánuð.
Eftir tvö kvöld af þremur í Janúar-Monrad Bridgefélags Kópavogs eru Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson með góða forystu á næsta par, svo munar 7,5 prósentustigum.
Að vanda hófum við Rangæingar nýtt ár með því að leika TOPP16 einmenninginn, hvar sæti eiga 16 stigahæstu spilarar síðasta vetrar.
Sveit Hótels Hamars er efst eftir fjórar umferðir af tólf í Patton-sveitakeppni Briegefélags Reykjavíkur. Staðan á heimasíðunni er ekki alveg rétt því tvær sveitir eru með of mikið fyrir yfiesetuna og Patton-stig í tveimur leikjum í fjórðu umferð uppfærast ekki á netið.
Aðalsveitakeppni BH er að hefjast mánudaginn 7.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar