Rangæingar -- Riddarar götunnar

miðvikudagur, 23. janúar 2019

Sl. þriðjudag komum við Rangæingar enn saman á heimavelli okkar að Heimalandi.  Nú lékum við 2. umferð í sveitakeppninni.   HLH-flokkurinn heimti varaformann sinn úr Asíuferðinni en hann við æfingar á Filippseyjum sl. 4 vikur.   Í tilefni af því bauð flokkurinn Þursaflokknum til veislu.    Þursaflokkurinn lagði hins vegar til veislukostinn og uppskar því aðeins 1,90 stig á móti 18,10 stigum HLH.   

Óðmenn létu s.s. ekki deigan síga heldur og skelltu YES 14,63-5,37.   Sykurmolarnir undan Eyjafjöllum lögðu Lónlí blú bojs 11,14-8,86.

Eins og áður hefur komið fram raðar spilastjóri í sveitir og markmiðið er að þær séu sem jafnastar.   Ef marka má stöðuna eftir tvær umferðir hefur ekki tekist vel til við verkið, og þó, sumar sveitir eru jafnari en aðrar.  HLH, riddarar götunnar, leiða með 30,86 stig.  Sjónarmun á eftir eru svo Óðmenn með 30,80.   Þessar sveitir eru auðvitað mjög jafnar.

Aðeins ójafnari eru svo Sykurmolarnir með 21,68 stig.    Lónlí blú bojs eru komnir með 16,10 stig en hafa ekki unnið leik enn eða eins og forseti sveitarinnar sagði þegar úrslitin lágu fyrir: "Ég verð alveg kyrr og ég vinn ekkert fyrr..........."

Rétt á eftir koma YES-ararnir með 15,10.   Lestina rekur svo Þursaflokkurinn en af alkunnri tillitssemi og nærgætni skrásetjara er stigafjöldinn ekki nefndur hér.   En við Þursaflokkinn skal þó sagt: "Ykkur vil ég óska góðs, ekk´ er mér það bannað......."

Úrslit leikja og stöðuna í sveitakeppninni má sjá hér

Spil og butler og fyrri hálfleik hér og úr þeim seinni hér.

Staðan í Butlernum er svo hér 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar