Rangæingar -- Kátir eftir kosningar

miðvikudagur, 1. nóvember 2017

Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar upphitun vetrarins.   Teknar voru nokkrar Mullersæfingar, teygjur og almenn frúarleikfimi.   Leikin voru 33 spil í leiðinni með þátttöku 11 para.

Hástökkvari síðustu viku, Fisksalinn fótvissi, rann til á ýsuroði í atrennunni og hrasaði niður í 4. sæti og dró Diddann með sér í fallinu.   Hins vegar voru Miðflokksmennirnir (hvorugur kannast að vísu vel við það viðskeyti) kátir eftir kosningar og svifu sem í draumi, líkt og Sigmundur sjálfur, upp á toppinn.   Luku leik á 64,2% skori.  Næstir inn urðu alþýðuhetjurnar og margfaldir Íslandsmeistarar í broderingum, Sigurjón og Siggi, með 57,1% skor.    Klerkurinn knái og næstum þingmaðurinn sera Halldór sat með spilin í annarri hendi og símann í hinni, enda í önnum við að leita að foringjanum Ingu, sem síðast spurðist til í aftursætinu hjá Simma á Bessastöðum.  Klerknum dugði líka vel önnur höndin í 3ja sætið.  Bæði er hann hvort sem er löngu hættur að nota hægri hendina og svo var meðhjálparinn og næstum ráðherrabílstjórinn, Stjáni Mikk, með báðar hendur á spilum og stýrði þeim upp í 54,6% skor þó klerkur væri að mestu fjarverandi.  Inga sat núna fram í.   Aðrir fengu minna.

En nú er komið nóg af þessum eilífu upphitunum og næst tökum við ölkvöld!  Einhverjir hafa sleppt upphituninni, enda alþekkt að eftir því sem menn eldast hlífa menn sér við að hita mikið upp svo þrek manna dugi eitthvað inn í leikinn sjálfan.

Úslit og spil má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar