Fyrsta kvöldið af þremur í Monradtvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Efstir urðu Páll Bergsson og Vigfús Pálsson með 63,1% skor.
Engum tókst að skáka við þeim Kristjánið Má og Gunnlaugi í Suðurgarðsmótinu sem lauk síðastliðinn fimmtudag. Næsta mót félagsin er þriggja kvölda butler tvímenningur.
Suðurlandsmótið í tvímenningi var spilað í kvöld og lauk með sigri Halldórs Þorvaldssonar og Magnúsar Sverrissonar sem höfðu betur í innbyrðis viðureignum við Kristján Má Gunnarsson og Gunnlaug Sævarsson en bæði pörin enduðu með 295 stig.
Tvær fyrstu umferðirnar í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs voru spilaðar í kvöld. Sveit Binga og feðganna er efst með 36,89 stig af 40 mögulegum.
Rangæskir spilarar hafa verið að safnast að spilaborðinu sl. vikur. Heimtur í fyrstu leitum voru með minnsta móti en síðan hafa heldur fleiri týnst í hús.
Þriggja kvölda Monradsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur lauk nú í kvöld. Sveit TM á Selfossi stóð uppi sem sigurvegari með 134,88 stig sem gerir rétt tæp 15 stig að meðaltali úr hverjum leik.
Í kvöld var spilað þriðja og síðasta kvöldið í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Julius Snorrason og Eiður Mar Júlíusson stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða baráttu við Helga Bogason og Ólaf Steinason/Gunnlaug Karlsson.
Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið helgina 13-14.janúar 2018 Spilað verður á Suðurlandi en ekki er ákveðið hvar þar. Nánari upplýsingar um mótið kemur síðar Höskuldur kemur til með að veita upplýsingar um mótið í s.
ALLT AÐ GERAST ÍSLAND KOMIÐ Á HM og þá getum við snúið okkur að spilamennsku 2 kvölda sveitakeppni sem hefst núna mánudaginn 16.okt :) þetta verða 8 spila leikir, 4 leikir á kvöldi, 2 kvöld eða 8 umferðir.
Eftir tvö kvöld af þremur í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs eru Ólafur Steinason og Helgi Bogason efstir með 95 impa alls. Síðasta kvöldið í keppninni verður spilað næsta fimmtudag og eru allir velkomnir.
Þátttaka var fremur róleg fyrsta spilakvöldið, af ýmsum ástæðum, einhverjir voru farnir í viking norður á land og aðrir fóru erlendis. En það mættu 6 pör og spiluðu sveitakeppni og höfðu gaman að, þó að spilastjórinn væri örlítið ryðgaður og hafi klúðrað skipulagningunni.
Eftir fyrsta kvöldið af þremur í Monradsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit TM-Selfossi efst með 54,78 stig af 60 mögulegum Allt um það á HEIMASÍÐUNNI
BH EKKI spilað á mánudaginn 9.okt vegna landsleik íslands Sveitakeppnin hefst mánudaginn 16.
Ein vika er í norðurljósamótið á Siglufirði.
ALLT AÐ GERAST ÍSLAND AÐ VINNA OG SVEITAKEPPNI AÐ HEFJAST Í BH Minni á 3 kvölda sveitakeppni sem hefst núna mánudaginn 9.okt :) þetta verða 10 spila leikir, 3 leikir á kvöldi, 3 kvöld eða 9 umferðir.
Þriðjudaginn 10. október hefst þriggja kvölda Monrad-sveitakeppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Keppnin er stytt um eit kvöld tll að koma á móts við þá spilara sem fara til Madeira.
Fyrsta kvöldið í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson skoruðu 57 og eru með 19 impa forystu.
Byrjuðum sl. þriðjudag. Fáir mættir í fyrstu upphitun. Pólitík, bústörf, Rolling Stons tónleikar o.fl. ollu fjarveru lykilmanna.
Síðasta kvöldið í þriggja kvölda Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson sigruðu nokkuð örugglega með 82 impa í plus.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar